Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 17
ÞÆTTIR ÚR SÖGU NÁTTÚRUGRIl’ASAFNSINS
63
Hin fyrirhugaöa náttúrugripasafnsbygging samkv. uppdrœtti Gunnlaugs Halldórssonar.
í sögu Hins íslenzka náttúrufræðifélags og náttúrugripasafnsins. Hið
þýðingarmesta, sem gerzt hefur síðasta áratuginn í málefnum safns-
ins, er að sjálfsögðu afhending safnsins til ríkisins og samningur
náttúrufræðifélagsins við hás'kólann um, að hann taki að sér að reisa
náttúrugripasafnsbyggingu á háskólalóðinni fyrir happdrættisfé. All-
ir íslenzkir náttúrufræðingar og aðrir þeir, er íslenzkum náttúruvís-
indum unna, bíða þess með óþreyju, að sti bygging rísi af grunni.
Til bráðabirgða hefur náttúrugripasafnið fengið vinnustofur og
geymslur í hinni nýju þjóðminjasafnsbyggingu, en sýningarsalurinn
er enn í safnahúsinu við Hverfisgötu, og verður þar væntanlega,
þangað til að hin fyrirhugaða náttúrugripasafnsbygging verður reist.
Hið íslenzka náttúrufræðifélag hefur lrá upphafi, bæði með stofn-
un náttúrugripasafnsins og með annarri starfsemi sinni, af veikum
mætti reynt að gera íslendinga að sjálfstæðri menningarþjóð á sviði
náttúruvísindanna. Þessi viðleitni hefur Iiorið misjafnan árangur,
enda liafa lengst af fáir af áhrifamönnum og forsvarsmönnum þjóð-
arinnar orðið til þess að styðja þessa viðleitni. Enn þyrpast erlendir
vísindamenn til landsins á ári hverju til þess að rannsaka hvíta blett-
inn á landabréfinu, sem ísland ómótmælanlega enn er náttúrufræði-
lega séð. Við höfum nú það mörgum náttúrufræðingum á að skipa,