Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 19
Unnsteinn Stefánsson:
Hafstraumar við Norðurland
Inngangur
Sjófræði er, eins og flestum mun kunnugt, sú fræðigrein, sem fæst
við rannsóknir á hinum efnafræðilegu og eðlisfræðilegu eiginleikum
sjávarins. í víðtækari merkingu getur haffræðin einnig náð til líf-
efnafræðilegra rannsókna á sjálfum lífverum sjávarins. Þýðingar-
mestar af þeim athugunum, sem gerðar eru á sjónum, eru mælingar
á hitastigi og seltu, því að af þeim má draga ýmsar ályktanir um
strauma, svo og um lífsskilyrði sjávarins á hverjum stað. Rannsóknir
á næringarefnum sjávarins, súrefnismagni og sýrustigi (pH) eru einn-
ig mikilsverðar, einkum ef þær eru svo skipulegar, að til verði at-
huganaröð, sem nær yfir ákveðin svæði og ákveðin tímabil._
Skipulagðar sjórannsóknir voru fyrst framkvæmdar af íslend-
ingum sjálfum svo nokkru nemi árið 1947, er Fiskideildin hóf söfn-
un sjófræðilegra gagna, og hefur það síðan verið eitt aðalmarkmið
rannsóknaleiðangranna, að fylgjast með ástandinu í sjónum um-
hverfis landið. Sjórannsóknunum á árunum 1947—1948 stjórnaði
dr. Hermann Einarsson, og hefur hann birt helztu niðurstöður rann-
sóknanna á Norðurlandsmiðunum sumarið 1947 í yfirlitsgrein í
Annales Biologiques (1947) 1949. Síðan 1949, er undirrituðum var
falið að annast úrvinnslu sjófræðilegra gagna, hafa slíkar árlegar
yfirlitsgreinar verið birtar á erlendum vettvangi. (Annales Biologi-
ques (1948), 1950 og ibid. (1949), 1951).
Hreyfingar sjávarins
Sjórinn má heita á sífelldri hreyfingu. Aðeins á einstöku innilok-
uðum hafsvæðum, þar sem neðansjávarhryggur (,,þröskuldur“) kem-
ur í veg fyrir samgang við úthafið, getur myndazt kyrrstæður (stag-
nant) botnsjór. Slíkt á sér stað í Svarta hafinu og sumum norsku
fjörðunum. Á þessum stöðum er djúpsjórinn súrefnissnauður. Slík
stöðnun er þó afar sjaldgæft fyrirbæri, en endurnýjun sjávarins fer
Náttúrufræðingurinn, 2. h. 1951 5