Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 22

Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 22
68 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN úmrósnin minnkandi með vaxandi fjarlægð frá botni. Loks munu djúpbylgjur liafa í för með sér aukna lóðrétta blöndun. Talsverðar breytingar verða á ástandi sjávarins með árstíðum. Á sumrum, þegar yfirborðslögin hitna, verður æ meiri munur á eðlis- þyngd efri og neðri laganna. Við það myndast mjög stöðugt ástand, svo að blöndun í lóðrétta átt getur ekki auðveldlega farið fram. Þetta er orsök hins svokallaða hitaskiptalags, sem oft er í sjónum á sumrum, og kemur fram í því, að hitastigið fer lítið lækkandi fyrstu 10—25 metrana, en lækkar svo ört, oft 3—4° C á næstu 5 ihetrunum. Misjafnt er þó, hversu skörp hitaskiptin eru, og venjulega liggur hitaskiptalagið dýpra, er líður á sumarið. Mjög takmarkað plöntu- líf er að jafnaði yfir skörpu hitaskiptalagi, þar eð plöntusvifið eyðir fljótlega næringarforðanum, og endurnýjun verður nær engin gegn- um hitaskiptalagið. Á veturna, þegar yfirborðslagið kólnar, verður hins vegar eðlisþyngdarmunurinn á efri og neðri sjávarlögunum miklu rninni, sjórinn blandast upp og geta yfirborðslögin jafnvel sokkið til botns. Sjóheildir íslandshafsins Orðið sjóheild er hér látið tákna sjó með ákveðna eiginleika og af ákveðnum uppruna. Samkvæmt þessari skilgreiningu má skipta sjóheildum íslandshafsins, þ. e. hafsvæðisins milli íslands, Græn- lands og Jan Mayen í 5 flokka: 1) Hlýsær (Atlantic water), sem hefur seltu yfir 35%c og er að jafnaði tiltölulega hlýr (oftast yfir 4° C). Þessa sjávar gætir að meira eða minna leyti fyrir norðan land og berst þangað sem grein af Irm- ingerstraumnum. 2) Pólsær (Polar water), sem er kaldur og með lágt seltumagn (oft undir 32%0). Þessi sjór berst með Austur-Grænlandsstraumnum suð- ur með austurströnd Grænlands. 3) Svalsær (Arctic water), sem upprunalega er myndaður við blöndun á pólsæ og hlýsæ. Þessi sjóheild er sumpart mynduð í Nor- egshafinu og sumpart á mótum Irmingersjávarins og pólsjávarins fyr- ir norðan ísland. Hitastig svalsævarins getur verið mismunandi, en seltan liggur venjulega milli 34.6 og 34.9%c. 4) Botnsjór (Arctic Bottorn water), sem einkennist af nokkurn veg- inn stÖðugu seltumagni, 34.90—34.94%c, og lutastigi undir 0° C. Þessi sjóheild er mynduð að vetrinum við kólnun á yfirborðslögunt svalsævarins á vissum svæðum í Noregsltafinu.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.