Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 23

Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 23
HAFSTRAUMAR VIÐ NORÐURLAND 69 5) Strandsjór (Coastal water), sem getur verið mjög breytilegur að samsetningu er aðallega myndaður við blöndun á hlýsæ eða svalsæ við ferskt vatn frá landi. Hila- og seltumœlingar Með því að mæla hitastig og seltu sjávarins á ýmsum stöðum ög ýmsu dýpi, er hægt að greina, hvers eðlis og af hvaða uppruna sjór- inn er á liverjum stað. Athugunastöðvar eru venjulega valdar í beinni línu með 10—20 sjómílna millibili nálægt landi og 20—50 sjómílna millibili úti á hafdjúpum. Á hverri athuganastöð er mæld- ur hiti og tekin sjósýnishorn við yfirborð, á 10 metra dýpi, 25 m, 50 m, 75 m, 100 m, 150 m, 200 m o. s. frv. Fyrir hverja röð af athugana- stöðvum er svo liægt að teikna lóðréttan þverskurð af sjónum, svo- kölluð snið, þar sem hita- og seltuútbreiðslan er sýnd. Á sniðin eru dregnar jafnhita- og jafnseltulínur, t. d. fyrir liverja 0° C og fyrir hvern 0; 10%o mismun í seltu. Séu lóðréttu sniðin nægilega nálægt hvert öðru, er líka hægt að draga lárétta mynd af liita- og seltuút- breiðslunni fyrir ýmis dýpi. Á þennan hátt má bókstaflega kortleggja heil svæði með tilliti til útbreiðslu sjóheildanna. Út frá eðlisþyngd- ardreifingunni má svo loks reikna út hlutfallslegan liraða megin- straumanna. En tryggja verður, að niðurstöðurnar gefi rétta rnynd af ástandinu. Rannsóknirnar mega því ekki taka svo langan tíma, að ástandið geti breytzt verulega meðan athuganirnar fara fram. Kögursniðið 2. mynd sýnir snið, sem rannsakað var um miðjan ágúst 1949 í stefnu NNW frá Kögri. Lengd þess er um það bil 100 sjómílur. Hér getum við greint á milli a. m. k. fjögurra sjóheilda. Hlýsævar, pól- sævar, svalsævar og botnsævar. Strandsjóinn getum við í þessu tilfelli tæplega litið á sem sérstaka sjóheild. Hann er hér nánast hlýsær, þynntur með fersku vatni frá landi. Hlýsærinn nær út að St. 1170 og er sýndur innan skástrikaða svæðisins. Þessi salti og hlýi sjór hlýtur að liafa komið sunnan að. í pólsænum er yfirborðslagið liitað lítils- háttar af sólunni. Seltan er mjög lág við yfirborðið og fer lækkandi norður á bóginn. Undir yfirborðslaginu er hitastig pólsævarins mjög lágt, 1.5° C eða lægra og fer svo aftur smáhækkandi. Pólsærinn liggur ofan á svalsæ með hitastigi yfir 0° og seltu undir 34.9%0. Þetta svalsævar millilag er myndað af hlýsæ á svæðinu norður við Sval-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.