Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 25
HAFSTRAUMAR VIÐ NORÐURLAND
11
barða. Undir svalsænum er svo botnsjórinn með hitastigi undir 0° C
og seltu um 34.9%c.
Neðra sniðið á 2. mynd sýnir straumhraðann, miðað við 800 metra
dýpi í cm á sek., hornrétt á sviðið. Straumana hef ég reiknað út eftir
eðlisþyngdardreifingunni. Við sjáum, að meginhluti hlýsævarins
streymir til austurs nálægt kanti landgrunnsins og hraðin er mestur
á um það bil 50 rnetra dýpi, meira en 10 cm á sek. Hraði Austur-
Grænlandsstraumsins er mjög mikill við yfirborð, meira en|20 cm
á sek. á St. 1172 og um 22 crn á sek. á yztu stöðinni. Gera má ráð fyr-
ir, að straumhraðinn vaxi eitthvað, er nær dregur grænlenzka land-
grunninu. Samkvæmt rannsóknum, er áður hafa verið gerðar í Græn-
landshafinu, hefur straumhraðinn við yfirborð reynzt mestur 25—
35 cm á sek.
Útbreiðsla hlýsœvar á Norðurlandsmiðunum
Niðurstöður rannsóknanna 1947 og 1948 sýndu, að bæði eru ár-
legar og misserislegar sveiflur í innstreymi hlýsævarins norður fyrir
land. Þannig náði hlýsærinn í lok ágúst 1947 austur fyrir Langanes,
í júlí 1948 voru austurtakmörk hans milli Siglufjarðar og Melrakka-
sléttu og í fyrri hluta ágúst sama ár milli Melrakkasléttu og Lahga-
ness. Sumarið 1949, sem var óvenjulega kalt sumar, náði hlýsærinn
skemmra austur en árin á undan; í júlí voru austurtakmörkin vestan
Siglufjarðar, og um 20. ágúst milli Siglufjarðar og Melrakkasléttu.
Hvernig hlýsærinn færist smám saman austur á bóginn, þegar líð-
ur á sumarið, sést greinilega á 3. mynd, sem sýnir útbreiðslu hlýsæv-
arins á þrem tímabilum sumarið 1948, 6,—18. júlí, 26.—30. júlílog
7.—14. ágúst. Athuganirnar á miðtímabilinu voru gerðar af danska
hafrannsóknaskipinu „Dana“. Sé miðað við þann tíma, sem athugjin-
irnar voru gerðar á austurjaðri salta sjávarins, hefur jaðar hlýsæýar-
ins færzt til austurs með 2.4 sjómílna haða á sólarhring að meðaftali
milli fyrstu og annarrar athugunar og 2.9 sjómílna hraða miíli ann-
arrar og þriðju athugunar. Þessi útreikningur gefur auðvitað óná-
kvæmt gildi fyrir hinn raunverulega straumlnaða, bæði af því að
stöðvarnar eru ekki nægilega þéttar til þess að austurtakmörk hlý-
sævarins séu þekkt nákvæmlega, og auk þess blandast hlýsærinn að
einhverju leyti sjóheildunum, sem á leið hans .verða, en við J^að
lækkar seltan. Þessum niðurstöðuin ber Jró allvel saman við niður-
stöður dönsku haffræðinganna Frede Hermanns og Helge Thomsen