Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 30
76
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
línan niður undir 300 metra, en fyrir utan landgrunnið er hitinn
0° á um það bil 75 metra dýpi. Svo hækkar hitastigið aftur og við
Jan Mayen-grunnið nær 0°-jafnhitalínan niður að 300 metra dýpi.
Báða mánuðina liggur -4- 0.5°-jafnhitalínan í um það bil 600 metra
dýpi. Seltan í halla landgrunnsins út frá Langanesi er tiltölulega lág,
nær ekki 34.9%0 fyrr en komið er niður fyrir 200—300 metra, en þá
er hitastigið undir 0°. Áhrifa hlýsævarins gætir því ekki. Seltan fer
hins vegar smáhækkandi norður á bóginn og við Jan Mayen-giunnið
er hún komin upp fyrir 34.95%0 í yfirborðslögunum. Þessi tiltölulega
háa selta er væntanlega til orðin sökum blöndunar sjávarins á þessu
svæði við hlýsæ komnum austan að frá Atlantshafssjónum við Noreg.
7. mynd sýnir straumhraðann á ýmsu dýpi miðað við 1000 metra
í þessu sama sniði. Báða mánuðina er tiltölulega sterkur straumur
til suðausturs í kanti íslenzka laiidgrunnsins og virðist Austur-ís-
landsstraumurinn verg þar sterkastur. Er það í fullu samræmi við
skoðanir Helland-Hansens og Nansens, en þeir gerðu sem kunnugt
er ýtarlegar rannsóknir á þessum slóðum í byrjun aldarinnar. Lengra
til norðurs er straumurinn veikur og stefnur hans óreglulegar. Á því
svæði eru breytingar mjög litlar í meðal eðlisþyngd vatnssúlunnar
og verða þá hlutfallslegar skekkjur í straumútreikningunum miklu
meiri. Straumstefnunum í báðum sviðunum ber þó svo vel saman í
megin atriðum, að varla getur verið um tilviljun að ræða. í nánd við
Jan Mayen er talsverður straumur úr austurátt og kemur það vel
heim við hina tiltölulega háu seltu í yfirborðslögunum í þeim hluta
sniðsins.
Síðastliðið sumar (1950) voru litlar rannsóknir gerðar á hafsvæð-
inu milli íslands og Jan Mayen af hálfu Fiskideildarinnar. En sam-
kvæmt þeim fregnum, sem borizt hafa frá norskum rannsóknaleið-
öngrum, hefur sjávarhiti þá einnig verið venju fremur lágur á þessu
hafsvæði.
Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram af fiskifræðingum um sam-
band milli göngu síldarinnar á Norðurlandsmiðin og hinna ríkjandi
liafstrauma á þeim slóðum. Sú þeirra, sem nú er efst á baugi, gengur
í þá átt að skýra síldarleysið við Norðurland síðustu ár með óvenju-
legum styrk Austur-íslandsstraumsins, sem hindrað hafi göngur síld-
arinnar inn á miðin. Styðst þessi tilgáta við rannsóknir norska fiski-
fræðingsins Einns Devold í Noregshafinu s.l. sumar, en frá þeim
stórmerku athugunum var nánar skýrt í síðasta hefti Náttúrufræð-
ingsins (Hermann Einarsson). Segist Devold svo frá, að síldin hafi