Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 32
8. mynd. — Hita- og seltuútbreiðsla i sniðinu frá Langanesi til Jan Mayen um miðjan
júli 1948.
virzt forðast liina köldu tungu Austur-íslandsstraumsins. Telur hann
því sennilegt, að sé Austur-íslandsstraumurinn mjög sterkur, muni
síldin síður sækja á Norðurlandsmiðin, heldur ganga austan við
köldu tunguna í áttina til Jan Mayen.
Ekki skal hér dæmt um sennileika þessarar tilgátu, enda er mér
ókunnugt um nýleg norsk gögn, sem hún kann að vera byggð á. Að-
eins skal á það bent, að hún virðist ekki koma vel heim við ástandið
á hafsvæði Austur-íslandsstraumsins sumarið 1948, sem var mesta
síldarleysissumarið. Frá því ári eru til bæði norsk og dönsk gögn,
sem safnað var á þessum slóðum. Á 8. niynd er sýnt snið frá Langa-
nesi til Jan Mayen, sem rannsakað var um miðjan júlí 19481 Borið
saman við sumarið 1949 er hér bersýnilega um gerólíkt ástand að
ræða. Pólsævar gætir aðeins á örlitlu svæði í miðju sniðinu í 75—100
metra dýpi, og 0°-jafnhitalínan liggur í 800—400 metra dýpi í syðri
hluta sniðsins, en í 500—600 metra dýpi norður við Jan Mayen
grunnið. Árið eftir (1949) var hitastigið hins vegar undir 0° neðan
við 75 metra í meginhluta sniðsins. Sumarið 1949 náðu því saman
liinn blandaði pólsær og botnsjórinn, en hlýrra millilag vantaði.
1) Þetta snið hef ég teiknað eftir norsknm athugunum, sem dr. Jens Eggvin, forstöðu-
maður norsku sjórannsóknanna hefur vinsamlegast sent mér.