Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 36
82
NÁTT£l RUFRÆÐINGURIN N
í kansellíbréfi þessu kemur þá tvennt fram. Annars vegar það, að
Dómkirkjan hafi skemmzt í stormi, rétt eins og Arngrímur segir,
hins vegar í landskjálfta, og það þá 1584; livorttveggja fyrir nokkru.
Nú er ekki óeðlilegt að ætla, að einhverjar jarðhræringar kynnu að
hafa getað veikt kirkjuhúsið, enda komið til ára sinna, reist árið
1395, svo að stormur hafi getað valdið töluverðum skemmdum, sem
ella hefðu ekki orðið. Að vísu minnir þetta grunsamlega á atvikin,
er Péturskirkjan loks lét undan náttúruöflunum hinn 16. nóv. 1624,
eins og segir í vitnisburðinum hinn 14. júní 1625 um fall henn-
ar: ,,Þá gengu hér, um það bil hún féll, jarðskjálftar miklir og
svo þar fyrir, svo að smærri hús öll bifuðust."1 Undir þenna vitnis-
burð skrifuðu m. a. Arngrímur lærði offcialis, kirkjupresturinn og
ráðsmaðurinn. Erfitt er því að rengja þetta. Hins vegar skal þess get-
ið, að í öðrum vitnisburði um sama efni útgefnum daginn áður nefna
þessir sömu menn enga landskjálfta heldur aðeins norðanstorminn.
Og þegar höfð er hliðsjón af annarri frásögu um þetta atvik, sem
virðist runnin frá Oddi biskupi Einarssyni, þar sem segir: „Item
hafði þar áður orðið sums staðar vart við jarðskjálfta. En hvort hann
mun hafa fylgt þessum stormi, þá kirkjan féll, það vita menn ekki.“2
— Þá gæti mönnum virzt sem svo, að þeim Hólamönnum væri nokk-
uð tamt að grípa til landskjálfta til þess að firra sig ábyrgð. Guð-
brandur biskup hafi þá skírskotað til frægðar eldfjallalandsins til
þess að komast að hagkvæmari viðarkaupum, en þeir Arngrímur
lærði til þess að koma sér hjá ábyrgð staðarins. Þetta virðist óneitan-
lega vera nokkuð mikil bíræfni. Er hitt líklegra, að einhverjar jarð-
hræringar hafi átt sér stað í austanverðum Skagafirðinum utanverð-
um 1584 og um eða fyrir 1624.
Nú vill svo vel til, að lítið kver hefur varðveitzt úr viðarreikning-
um Guðbrands biskups, eða alls 8 bls. Er það allt með hans hendi
og nú bundið framan við reiknings- og minnisbók hans, sem varð-
veitt er í Þjóðskjalasafninu.3 Taka þessir reikningar yfir árin 1591
og 1592. Kennir þar margra grasa eins og vant er í athugagreinum
Guðbrands. Nefnir hann þar Langanessviðu og dönsk borð, sem
gætu verið borð frá sendingunni 1588. Þar kemur einnig fyrir orð
úr smíðamáli þeirra tíma, sem ég hef ekki fundið annars staðar, t. d.
„Stóra tréð: sagað í sundur í parta í Hrútafirði. Eru þeir digrustu
óunnir. Þeir fremstu komu í 12 stál, og falla úr hverju stáli 3 fjalir.“
1) Safn til sögu íslands V. bd. No. 6, bls. 193. 2) sama. bls. 22. 3) Bps.skjal. 31 & 32.