Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 43
JAKOB H. LÍNDAL
89
þó allur til, síðari hluta ævinnar að minnsta kosti. Þó náði hann að
rita fróðlega grein um myndun Vatnsdalshóla (Hvernig eru Vatns-
dalshólar til orðnir?, Náttúruíræðingurinn, 1936, bls. 65—75). Tvær
ritgerðir samdi hann um æskuhérað sitt, Skagafjörð, er báðar flytja
jarðfræðileg nýmæli. (Mælifellshnjúkur, Náttúrufræðingurinn, 1940,
bls. 51—67, og Drangey og hvernig ltún er til orðin, Náttúrufræð-
ingurinn, 1941, bls. 41—46) og í afmælishefti dr. Helga Pjeturss, er
Hið íslenzka náttúrufræðifélag gaf: út í tilefni sjötugs afmælis ltans
(Náttúrufræðingurinn, 2. hefti 1942) reit Jakob veigamikla ritgerð
um: Jökulmenjarnar í Fnjóskadals-og Kinnarfjöllumásamtumhverfi
þeiiTa. Eins og þeim er vel kunnugt, er kynnt hafa sér jarðfræðirann-
sóknir íslands, hafði dr. Helgi lýst jökulurð í svonefndu Skriðugili
í framanverðum Fnjóskadalsfjöllum, og raunar víðar í hinni norð-
lenzku basaltmyndun. Ýmsir vildu efa, að hér gæti verið um jökul-
urðir að ræða. Bent hafði verið á ýms jarðfræðileg atriði, er ekki
gátu vel samrýmst því, að jökla hefði gætt áður en lauk upphleðslu
basaltmyndunarinnar á þessum slóðum. Jakob Líndal segist sjálfur
liafa verið „dálítið tregur til þess að trúa því, að jökulmenjar mundu
ná ofan í hina upprunalegu basaltbyggingu Norðurlands“. Þessi efi
hans leiddi til þess, að hann fór nokkuð um fjöllin vestan Skjálfanda-
fljóts sumarið 1941. Að vísu taldi Jakob sig ekki hafa fundið jökul-
urðina í Skriðugili svo að liann gæti fært á það sönnur, en á hinn
bóginn heppnaðist honum að finna fornar jökulurðir á þremur
stöðum í basaltmyndun þessari, er allar hlutu að hafa sömu afstöðu
til basaltupphleðslunnar og urðin í Skriðugili hafði. Hann var því
ekki í vafa lengur urn, að spor ísaldanna voru að finna niðri í hinni
norðlenzku basaltmyndun, og að þessi verksummerki jöklanna voru
eldri en hið stórkostlega jarðlagasig, er skapað hefir Bárðardal að
nokkru leyti. Efni greinarinnar skiptir miklu máli fyrir jarðmynd-
unarsögu íslands, og svo er það í rauninni með allt, er Jakob reit urn
jarðfræði íslands, allt voru það mikilsverð atriði, brennandi mál-
efni, er liann fékkst við að leysa og honum auðnaðist sannarlega að
bæta við það, sem áður hafði áunnizt.
Jakob H. Líndal fæddist 18. maí 1880 á Steiná í Austur-Húna-
vatnssýslu. Hann lézt 13. marz 1951 að heimili dóttur sinnar í
Reykjavík. Hann var kvæntur Jónínu Sigurðardóttur frá Lækjamóti,
er andaðist 19. júlí 1950. Börn þeirra eru: Sigurður Baldur og Mar-
grét. Þau hjón eru jarðsett í heimagrafreit að Lækjamóti í Víðidal.
Jóhannes Áskelsson.