Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 46

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 46
92 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN Undanfarin ár hef ég fengizt nokkuð við rannsóknir á litþráðafjölda íslenzkra jurta, en þekking á fjölda litþráðanna er mjög þýðingarmikil stoð við rannsóknir á skyld- leika tegunda og sköpun þeirra sem og á ýmsum jurtalandfræðilegum einkennum jurtaríkisins, sérstaklega með tilliti til innflutnings nytja- jurta síðar. Fyrir tveim árum tók ég meðal annars slatta af brönugrösum í Botnsdal í Hvalfirði, en þar hafði Geir Gígja safnað ástagrösum einhverju sinni. Tók ég rótar- brodda til rannsókna hér og hvar í kjarrinu, en þurrkaði eintökin til nánari athugunar síðar. I>að var kunnugt áður erlendis frá, að hin eiginlegu brönugrös hafa 2n — 80 litþræði, og sama fjölda hafði ég ákvarðað áður fyrir aðra íslenzku deiltegundina. Þau ein- tök frá Botnsdalnum, sem tilheyrðu ástagrösunum, höfðu cinnig 2n — 80 litþræði, svo að tir því fékkst aftur örugg- lega skorið, að brönugrösin og ástagrösin tilheyra raunveru- lega sömu tegund og geta vixlfrjóvgazt og eignazt frjó af- kvæmi saman þá sjaldan þau vaxa á sama stað og blómgast samtímis. En auk þess kom í ljós, að nokkur eintök úr Botnsdalnum höfðu helmingi færri litþræði, eða 2n = 40, svo að þau hlutu að tilheyra annarri tegund. Nánari athug- anir leiddu í ljós, að þau tilheyra tegundinni Dactylorchis Fuchsii (Druce) Vermln.. sem ntér gáfust mörg tækifæri til að skoða víða á Islandi sumarið 1949, þegar ég tók þátt í alþjóðaleiðangri jurtalandfræðinga um það land. Mætti nefna þessa tegund töfragrös á íslenzku, því að hún hlýtur að vera álíka hentug til að töfra mcnn til ásta og hin eiginlegu brönugrös. Töfragrösin eru stærri en hin eiginlegu brönugrös, stöngullinn er grófgerðari og blöðin mjótungulaga og flekklaus. Blómin erti ljós-fjólublá til dökkfjólublá og minni en á brönugrösum, en vörin mjó og þrískipt með löngum miðflipa. Mynd af norsku eintaki fylgir þessari grein til hægðarauka fyrir þá, sem gefa vildu tegundinni nánari gætur. Þótt töfragrösin yrðu ekki greind sem sérstæð tegund hér fyrr en eftir fund þeirra í Botnsdainum sumarið 1949, hefur þeim verið safnað einu sinni áður. í grasasafni há- skólans í Kaupmannahöfn er til eitt eintak, sem dr. Helgi Jónsson tók 28. júlí 1910 við Dalsmynni í Borgarfirði, og annað eintak, tekið á sama stað og tíma, er til í Náttúru- gripasafninu í Reykjavík. Má því búast við, að töfragrösin vaxi víðar i kjarri og iirís- mýrum í brekkum gegnt suðri og austri að minnsta kosti vestanlands. Þar eð þau eru algeng á Bretlandseyjum og á Norðurlöndum allt til Finnmerkur, er fátt því til fyrir- stöðu, að þau geti fundizt í öllum landshlutum. Áskell Löve. Summary In Iceland only one species of the genus Dactylorchis was hitherto known, viz. D. maculata (L.) Vermln. with the two subspecies elodes (Gris.) Vermln. and islandica Löve & Löve, the latter of which is endemic. Both tliese subspecies arc found to have the chromosome number 2n = 80. In the present paper the author reports the occurrence of the species D. Fuchsii (Druce) Vermln. in Botnsdalur in Hvalfjörður in

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.