Náttúrufræðingurinn - 1951, Side 48
94
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURIN N
Aldur Piltdownmannsins
Fáar frummannaleyfar hafa vakið meira umtal og deilur en leyfar
hins s.k. Piltdownmanns, en bein hans fundust á stað, er nefnist
Piltdown, í Sussex á árunum 1908—1915. Hét sá Charles Dawson,
lögfræðingur að atvinnu, sem fyrstur fann þarna frummannabein
og fékk Piltdownmaðurinn eftir honum sitt latneska nafn, Eoan-
tliropus Daiusoni (Eoanthropus af gr. eos, morgunroði, og anthrop-
ios, maður). En beinin voru fyrst rannsökuð af jarðfræðingi við
British Museum, A. S. Woodward. Bein þau, er fundust, voru vinstri
helmingur af höfuðskel og brot af hægri helmingi hennar, hægri
hluti neðri kjálka með tveimur jöxlum og augntönn úr efri kjálka.
Beinin fundust í malarlagi, og þar fannst einnig talsvert af dýrabein-
um, m. a. bein úr nashyrningi og fíl þeim, er nefnist Mastódon.
Þessi dýrabein eru örugglega frá fyrsta liluta Kvartertímabilsins, og
hafa flestir fræðimenn hneigzt að þeirri skoðun, að Piltdownmaður-
inn væri frá sama tíma og því a. m. k. 500.000 ára gamall. Hafa sumir
jafnvel talið hann eldri en apamanninn frá Java. En aðrir fræði-
menn hafa talið hann miklu yngri. Það, sem aðallega hefur valdið
skoðanamuninum um aldurinn, er það, að mjög skiptir í tvö liorn
um útlit þeirra beina, er fundust. Höfuðskelin líkist mjög höfuðskel
nútímamanns, ennið hátt, hnakkinn hvelfdur og lieilabúið næstum
eins stórt og meðalheilaliú nútímamanns, eða rúml. 1300 cm3. Aftur
á móti er neðri kjálkinn mjög frumstæður, nánast eins og á Oran-
gutanapa, og sömu leiðis tennurnar. Því hafa sumir fræðimenn
haldið því fram, að höfuðskelin sé ekki af sömu tegund og kjálkinn
og tennurnar, heldur miklu yngri, og hafi lent hjá hinum beinun-
um af tilviljun.
Nú virðist sem verið sé að binda enda á deilurnar um aldur Pilt-
downmannsins. í grein í The Illustrated London News, 10. des.
1949, er sagt frá nýjum rannsóknum á beinum Piltdownmannsins
með s.k. flúor ákvörðun (fluorine test). Þessi aðferð til aldurákvörð-
unar byggist á þeirri staðreynd, að flúormagn beina, sem liggja í
jarðvegi, er jarðvatn leikur um, eykst með aldrinum, því flúor, sem
ætíð er í vatninu, þótt í smáum stíl sé, binzt kalcíumfosfati bein-
anna. Bein, sem hafa varðveitzt jafn lengi við sams konar skilyrði,
eiga því að hafa sama flúormagn. Jarðfræðingar við British Museum
hafa nú, í samvinnu við færa efnafræðinga, ákveðið með mjög mik-
illi nákvæmni l'lúormagn Piltdownbeinanna, bæði manna og dýra,