Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 49

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 49
SMÁGREINAR 95 og birt niðurstöðurnar af þessum rannsóknum. Þær leiða í ljós: í fyrsta lagi, að höfuðskelin er jafn ung kjálkanum og tönnunum og því vart að efa, að höfuðbeinin öll séu af sömu tegund. í öðru lagi, að þessi höfuðbein eru miklu yngri en nashyrnings- og Mastódon- beinin, sem, eins og áður getur, eru frá því snemma á Kvartertíma- bilinu. Telja fræðimenn þeir, er rannsakað hafa beinin, að Piltdown- maðurinn hafi verið uppi í lok síðasta lilýviðrisskeiðs ísaldarinnar, Jr. e. a. s. fyrir um 120,000 árum og liðið undir lok á síðasta jökul- skeiði. En ekki hefur, mér vitanlega, verið gefin nein fullnægjandi skýring á hinu undarlega höfuðlagi Jressarar manntegundar, sem öðrum manntegundum fremur virðist mega kallast mannskepna. S. Þ.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.