Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 19
ÍSLENZKAR SÆSKELJAR
13
Kúfskel (Cyprina islandica) og Gluggaskel (Anomia squamula). Dæmi um tvær tegunclir
skelja, er lifa umhverfis land allt. (The Zoology of Iceland).
hlýnaði svo í hamsi, að hún þokaði sér norðnr fyrir 400 rnetra „land-
helgislínuna". En þetta er ekkert annað en það, sem gerzt hefur áður
í lífi íslenzkra skeldýra. Þó að margar tegundir séu bundnar svo að
segja innan ákveðinna marka, annaðhvort við kalda eða hlýja sjó-
inn, þá eru þær heldur ekki svo fáar, sem hafa stórt hitasvið. Þær
kæra sig kollótta, hvort heldur þær eru við yztu annes norðanlands
og austan eða í hlýja sjónum suðvestanlands. Þannig eru 24 tegund-
irnar okkar gerðar, finnast meira eða minna umhverfis land allt. Um
helming þessara tegunda eru all-afbrigðagjarnar, og mynda sumar
þeirra afbrigði með mjög skýrum séreinkennum. Er óefað hægt að
um skeltegund, sem lifir eingöngu í kalda skcl, sem nær eingöngu lifir í hlýja sjón-
sjónum. (The Zoology of Iceland). um. (The Zoology of Iceland).