Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 49
POUL JESPERSEN, DR. PHIL. 43 ómissandi. Þau eru einnig vottur þess, hve rnikið yndi dr. Jespersen hafði af náttúruskoðun. Um fiska ritaði dr. Jespersen nokkrar ritgerðir. Fjalla sumar um fiska suðlægari hafa og eru byggðar á gögnum „Dana“ leiðangranna. Aðrar fjalla urn flyðruna í Norður-Atlantshafi og skipta niðurstöður hans okkur íslendinga miklu rnáli. Ritgerðir þessar eru eftirfarandi: 1. On the Halibut in Icelandic Waters (Rapp. of Proc. Verb. Vol. 139, 1926). 2. Fluctuations in Year-classes of Halibut in the North Atlantic (Rapp. of Proc. Verb. Vol. 101, 1936). 3. Investigations on the Stocks of Halibut in the North Atlantic (Rapp. of Proc. Verb. Vol. 99, 1936). 4. Statistical Survey of the Halibut Fishery in the Waters round the Faroes, Iceland and Greenland (Medd. Konnn. Havundersögelser Ser. Fiskeri X, 5, 1938). 5. The Halibut in Faxa Bay (Rapp. et Proc. Verb. Vol. 120, 1948). í ritgerðum þessum greindi dr. Jespersen frá Jrróun flyðruveið- anna í Norður-Atlantshafi, og leiddi að því veigamikil rök, að hlífa yrði Jressum nytjastofni, vegna sívaxandi veiða. Munu framtíðar- rannsóknir á þessunr fiskistofni að verulega leyti byggjast á ritgerð- um dr. Jespersens um þetta efni. Það sem nú hefur verið sagt snýr að rannsóknum dr. Jespersens á íslenzku dýralífi, og má af því marka, að starf hans í þágu íslenzkra fiskirannsókna var bæði notadrjúgt og mikið að vöxturn. En auk fiskirannsókna átti dr. Jespersen einnig önnur hugðarefni, og má þar sérstaklega telja áhuga hans fyrir fuglafræði. Um fugla hefur hann ritað fjölda ritgerða, einkurn um sjófugla og fugla síns eigin ættlands. Var hann um 10 ára skeið (1941—1951) formaður Dansk Ornithologisk Forening. Sá sem þetta ritar kynntist dr. Jespersen sem samstarfsmanni, bæði á landi og sjó. Dr. Jespersen var mikið snyrtimenni og háttprúður 'í framkomu. Honum veittist auðvelt að umgangast samstarfsmenn og gat verið kátur félagi, þótt dagfar hans væri hæglátt og hávaða- laust. Hefði hann eflaust notið slíkra eiginleika í hinu nýja starfi sínu sem aðalritari aljrjóðahafrannsóknarráðsins, ef honunr liefði auðnazt lengra líf. Danskar hafrannsóknir liafa með honum misst mætan mann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.