Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 8
2
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
því fylgt í ritgerð þessari. Af því leiðir, að engar skeljar ber að telja
íslenzkar, nema þær finnist innan nefndra dýptarmarka.
I. Gerð skeljanna og liínaðarhættir
Flestar tegundir samlokna liafa um sig yzt 2 kalkhvolf, er koma
saman á röndunum. Þau eru klædd utan með þunnu, hornkenndu
hýði (periostracim, epidermis), sem stundum fellur af að einhverju
eða öllu leyti með aldrinum. Innra borð þessara kalklivolfa, sem al-
mennt ganga undir nafninu skeljar, er oftast hvítgljáandi eða perlu-
móðurgljáandi. Meginefnið í skelj-
unum er kolsúrt kalk, er smitað
Iiefur úr möttli dýrsins. En mött-
ullinn er 2 allþykkar blökur, er
hanga niður sín hvoru megin inn-
anskeljar frá bakrönd dýrsins.
Möttulfaldarnir eru vaxnir saman
á einum stað eða víðar, eða þeir
eru festir við skelrendurnar. Mynd-
ast við það hol fyrir líffærin, mött-
ulholið. Niður úr möttulliolinu er
op fyrir fótinn, en sá líkamshluti
er dýrinu venjulega mjög nytsam-
ur .Fóturinn er mismunandi lagað
vöðvaþykkildi, sem dýrið, er það
opnar samlokurnar, getur skotið
út úr skelinni og ýtt sér áfram með á botni sjávarins. Til eru tegund-
ir, sem geta synt allhratt með því að slá skeljunum snöggt sáman
(hörpudiskur). Sumar tegundirnar hafa engan fót. Aftur úr möttul-
holinu eru 2 op. Um það neðra streymir vatnið í holið og flytur
dýrinu súrefni og annað það, er h'kami þess þarfnast til viðhalds.
Um efra opið streymir vatnið út og tekur með sér úrgangsefni líkam-
ans. Stundum eru op þessi á endanum á skemmri eða lengri pípum
(möttulpípur). Fæðan er aðallega smásæir þörungar eða botnfall
lífrærtna óg ólífrænna efna, sem orðið liafa að eðju (detritus). Önd-
unin fer fram með tálknum. Samlokurnar halda sér lokuðum með
svó nefrtdum clráttarvöðvum (musculus adductoris). Það eru 2 (sjald-
an 1), gránnir vöðvar, sem festir eru á innra borð beggja skeljanna
úti við endana ofanvert. Sjást mótin eftir þessa vöðva, þegar búið er
i
Myndin sýnir innra borð hægri skeljar.
h: hjör; 1: möttnllína; mb: möttulbug-
ur; m: mót eftir dráttarvöðva. (Dan-
marks Fauna).