Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 9
ÍSLENZKAR SÆSKELJAR 8 að hreinsa skeljarnar. Þegar slaknar á vöðvum þessum, opnast skelj- arnar með aðstoð hinna svokölluðu tengsla. Eru það e. k. teygju- bönd úr fjaðurmögnuðu, hornkenndu efni. Tengslin eru ýmist fest á efri brún aftari bakrandarinnar, úttengsli (ligamentum) eða á lítið þrep á innri brún, inntengsli (cartilago). Rétt neðan við skeljarnefið og til beggja hliðar við það innan á bakröndinni eru oft tennur af mismunandi gerð, hjörin, og falla tennur annarrar samlokunnar inn í samsvarandi skorur eða holur á hinni, þegar þær eru lokaðar. Með þessu móti haldast skeljarnar betur í skorðum. Eftir gerð tannanna eru skeljarnar nefndar jafntenntar (taxodus) og mistenntar (hetero- Mistennt hjör. 1: nef; 2: út- tengsli; 3: griptönn; 4: lilið- artönn (Danmarks Fauna). dus). Á mistenntum björum eru stundum listalaga tennur (bryggj- ur) til beggja handa. Þær heita hliðartennur (dens lateralis). Þekk- ing á gerð hjaranna er mjög mikilsverð við ákvörðun tegundanna. Þá er það einkenni, sem nefnt er möttulbugur (sinus linae pallia- lis), einnig mikið notað við sundurliðun tegundanna. Möttulbug- urinn er mót, er myndast á innra borði skeljanna við afturenda þeirra inn úr möttullinunni (linea jjallialis), og er lega og stærð hans breytileg eftir því, um hvaða tegund er að ræða. Möttulbug hafa aðeins þær tegundir, sem hafa möttulpípur og geta dregið þær inn í skelina. Samlokurnar eru höfuðlaus dýr og hafa engin eiginleg munnfæri. Ytri skynjunarfæri eru lítt þroskuð, þó Iiafa sumar tegundir þeffæri og greinilega sjónfæri. T. d. hafa birðu- skeljar (Arca) augu á möttulfaldinum. Sæskeljarnar eru ýmist ein- kynja eða tvíkynja. Meginhluti þeirra er þó einkynja. Hjá tví- kynja tegundunum þroskast egg og sæði venjulega í einu og sama líffæri. Meðal íslenzkra, tvíkynja tegunda eru kœnuskeljar (Lyonsia) undantekning. Algengast er, að dýrin láti frá sér eggin og sæðið í vatnið, og fer þá eggfrjóvgun fram með líku móti og meðal fiskanna. Dæmi eru þó til um tegundir, þar sem sæðið kemst inn í egglegið og fer þá frjóvgun fram innanskeljar. Lirfurnar, sem úr eggjunum koma, eru undursmáar, ekki lengri en þj 0—% úr mm, og lifa margar

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.