Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 26

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 26
20 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þeim og slá þær eins og kallað er. Sjái fálkinn, að rjúpan nálgast ískyggilega varnarstaði eins og skógarþykkni, hamrabelti eða manna- bústaði, þreytir hann flugið af allri orku, þar til er hann virðist fá aðstöðu til að renna sér niður að henni með geysihraða og slá hana, áður en hún nær til jarðar. Styggustu rjúpurnar og þá jafnframt þróttmestu verða því oftast fyrir árásum fálkans. En um það, hvernig þeir slá rjúpurnar, eru skiptar skoðanir, og er það mjög eðlilegt, því að þar eru þeir ekki við eina fjölina felldir fremur en refir, sem bíta kindur. Eg ætla því fyrst að fara nokkrum orðum um það, hvernig fálkar liaga sér við að slá rjúpur, J:>ar sem ég lief langoftast verið sjón- arvottur að þeirri aðferð lians, enda er landslag hér vel til þess fallið. Eðli fálkans, eins og annarra ránfugla, er að sitja á háum stöðum, þar sem er gott útsýni og vítt til veggja. Þaðan geta þeir haft góðan vörð á því, er fram fer í nágrenninu, livort sem það er aðvífandi fugl eða óvinurinn upprétti, því að sjón fálkans er afburða skörp. Því lægri sem þessi sjónarhæð er, því láréttara er landið og því meir reynir á flugþol fálkans, er hann leggur til atlögu við þá fugla, sem leggja leið sína fram hjá, t. d. rjúpur. Elýgur hann þá oft í veg fyrir þær og jafnvel með jörðinni og byrjar atlöguna með því að renna sér í hópinn og tvístra honum. Samtímis notar hann flughraðann til að sveifla sér sem hæst í loftið. Þar tekur liann svo ákvörðun, með leift- urhraða, hvaða fugl hann hyggst að leggja í einelti. Þá er fálkinn líka búinn að fá þá aðstöðu, er Iiann frekast kýs, en það er að þreyta eftirförina nokkru ofar í loftinu en fuglinn, sem á undan leitar, og því hærra því betra. Þar sem fálkar aftur á móti sitja á háum sjónar- liæðum, t. d. hamrabrúnum, fjallseggjum eða gínandi árgljúfrum, er aðstaða þeirra allt önnur og stórum betri, þar sem rjúpur halda oft til eða koma aðvífandi í brekkurnar neðan við þá. Þurfa þeir þá oft ekki annað en steypa sér fram af brúninni, þegar þeir sjá sér færi á bráð, og eftir örfá skörp vængjatök renna þeir sér á geysilegum hraða niður að rjúpunum, þar til er loftvegir Jjeirra mætast og sem margir fullorðnir fálkar virðast meistarar að Iiitta á. I svona landslagi hef ég langoftast séð fálka bæði slá og grípa rjúpur. Slík aðstaða er líka upplagðari til að nota bæði vængi og fætur en þegar komið er á eftir þeim sömu eða svipaða stefnu og þær hafa sjálfar. Hvaða aðferð fálkinn beitir fer því mjög eftir því, hvort rjúpan er hátt eða lágt frá jörð, eftir umhverfinu og leikni fálkans og svo síðast en ekki sízt, hvort fuglinn, sem hann gerir árás- ina á, er stór eða h'till. Verður Jiað nánar skýrt síðar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.