Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 43
FLÓRUNÝJUNGAR 1951
37
15. — jlacca, lljalli á Reykjanesi 1948.
16. — glacialis, Austurhlíð í Blöndudal 1950, lítið eitt uppi á fjallinu.
17. — limosa x C. rarijlora, Spákonufell, Skstr. 1950.
18. — rigida x C. salina, Efri-Núpur í Miðfirði 1950. Bastarður þessi er nýr d ís-
landi.
19. — bicolor, Selland í Fnjóskadal, við Fnjóská.
20. — rufina, uppi á fjallinu fyrir ofan Hvammstanga 1949.
21. — Goodenoughii x C. rufina, Holtavörðuheiði 1948. Nýr d íslandi.
22. Juncus balticus x C. filijormis, Vopnafjörður 1946, Selland í Fnjóskadal 1951.
23. — castaneus, Steinnýjarstaðir, Skstr. 1950. Ný á NorÖurlandi.
24. — articulatus, við norðurenda Svínavatns, Hún., Breiðavað í Langadal 1950.
25. Luzula sudetica, Höskuldsstaðir, Skstr. 1950.
26. Sparganium minimum, Geitaskarð í Langadal 1950.
27. Betula pubescens var. tortuosa, Fjall, Skstr., Vindhæli, Skstr., Blöndugil hjá Austur-
hlíð 1950. Á Fjalli fann ég einungis örfáar smáhríslur, er uxu á víð og dreif um
allstórt svæði. Fyrir ofan Vindhæli heitir Skógaröxl. Framan í henni, er hlíðin tekur
að beygja inn í Hallárdal, eru dálitlar kjarrleifar á allstóru svæði frá þvi í ca. 50 m
hæð til um 150 m hæð. Allt er kjarr þetta lágvaxið, 30—50 m hátt, en einstöku
runnar þó um 75 cm háir, og mjög bælt og kræklótt. Sumir runnarnir eru þó all-
stórir ummáls, einn hinn stærsti er ég athugaði náði yfir um 60 m- svæði, og var
hann 50—60 cm hár. Utar í fjallinu, milli Vindhælis og Árbakka, voru einnig kjarr-
leifar, en miklu strjálli og minna áberandi. Mestur hluti kjarrs þessa virtist vera
afbrigðið var. tortuosa, en bastarðurinn B. nana x B. pubescens mun einnig vera
þar. Milli Austurhlíðar og Eyvindarstaða í Blöndudal eru nokkrar einstakar birki-
hríslur í gili Blöndu, og þar innar í gilinu var mér tjáð, að væri litilsháttar sam-
fellt kjarr. Einnig var mér tjáð, að nokkrar kjarrleifar fyndust 1 landi Manaskálar,
Núps og Merkur í Laxárdal. Munu þctta vera síðustu, og ef til vill einu skógar-
leifarnar, er enn finnast í Húnavatnssýslu. í Austurhlíð fann ég cinnig bastarðinn
B. nana x B. pubescens á einum stað uppi í hlíðinni.
28. Rumex tenuifolia, Skagaströnd 1950.
29. Atriplex glabriuscula, Vatnsnes á nokkrum stöðum 1949.
30. Stellaria calycantha, Efri-Núpur í Miðfirði 1949. Óx hann í lækjardragi á einum
stað á hálsinum fyrir ofan bæinn. Ný d NorÖurlandi.
31. Sagina intermedia, Vesturhópsfjall fyrir ofan Klömbur 1949, Fjallsöxl Skstr. 1950,
Selland í Fnjóskadal 1951.
32. Papaver radicatum, Allvíða á vestanverðu Vatnsnesi, en einkum er mikið af henni
umhverfis Ulugastaði og Tjörn. Vex hún þar á láglendi á flötum, lausum melum
líkt og títt er á Vestfjörðum. Til fjalla vex hún hins vegar ekki á þessum slóðum.
Á Skagaströnd fann ég hana í Fjallsöxl í urðarskriðum í ca. 400 m hæð, einnig á
Keldulandi, í grófgerðri skriðu, og í áreyrum á Vakursstöðum í Hallárdal.
33. Subularia aquatica, Syðri-Hóll, Skstr., Vatnahverfi í Refasveit, Breiðavað í Langa-
dal 1950.
34. Rorippa islandica, Syðri-Hóll, Skstr. 1950.
35. Potentilla Egedii, Gásaeyri við Eyjafjörð, Hraunhafnartangi á Melrakkasléttu 1949.
36. -37. Empetrum nigrum og E. hermafroditum. Á Vatnsnesi og Skagaströnd fann ég
eingöngu E. hermafroditum. Á Ásunurn var hins vegar E. nigrum mnn algengara,