Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 18
12 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN lenzku tegundanna við tegundir hinna landanna kemur í ljós, að fánan okkar er skyldust norsku fánunni, því að 84 tegundir eru sam- eiginlegar. Af hinum tegundunum 8 eru 2, sem hvergi hafa fundizt annars staðar á grunnsævi en við strendur íslands. Það eru tegund- irnar Ijósaskel (Axinulus subovatus) og unnardrekka (Lima similis). VII. Utbreiðsla tegundanna við hina ýmsu strandhluta Enda þótt mikið skorti enn á viðunandi þekkingu á útbreiðslu tegundanna við strendur landsins, höfum við eignazt traustan rann- sóknargrundvöll til þess að byggja á í framtíðinni. Sum svæði hafa verið sæmi- lega vel rannsökuð, t. d. Faxaflói (Sjá kortið með söfnunarstöðunum). En magn einstakra tegunda á hinum ýmsu stöðum hef- ur enn sáralítið verið rannsakað. Samkvæmt nýj- ustu heimildum er út- breiðsla tegundanna við hina mismunandi lands- hluta sem hér segir: Við vesturland hafa fundizt 60 tegundir eða 65.2% af heildarfjölda, við suður- land 59 tegundir eða 64.1 Samanburður á tegundafjölda úti fyrir hverjum /o> V1 ® Uorðui'land 44 teg- strandhluta, svo og samanburður á norðursvæði undir eða 47.8%, við (NV„ N„ a.) og suðursvæði (S„ V.). austurland 37 tegundir eða 40.2% og við norð- vesturströndina 35 tegundir eða 38.0%. Ef strandlengjunni er skipt í suðursvœði (S. og V.) og norðursvœði (NV., N. og A.), verða tegund- irnar 74 eða 80.4% af heildarfjölda á fyrrnefndu svæði, en 52 teg- undir eða 46.5% á því síðartalda. En mjög er líklegt, að munur þessi eigi eftir að minnka á næstu áratugum, ef sjávarhitinn minnkar ekki frá því, sem hann er nú, því að svo virðist að rninnsta kosti, að hlý- sjávartegundirnar séu upp á síðkastið að þoka sér norður á bóginn. En vel gæti farið svo um leið, að einhverri kaldsjávartegundinni

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.