Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 49

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 49
POUL JESPERSEN, DR. PHIL. 43 ómissandi. Þau eru einnig vottur þess, hve rnikið yndi dr. Jespersen hafði af náttúruskoðun. Um fiska ritaði dr. Jespersen nokkrar ritgerðir. Fjalla sumar um fiska suðlægari hafa og eru byggðar á gögnum „Dana“ leiðangranna. Aðrar fjalla urn flyðruna í Norður-Atlantshafi og skipta niðurstöður hans okkur íslendinga miklu rnáli. Ritgerðir þessar eru eftirfarandi: 1. On the Halibut in Icelandic Waters (Rapp. of Proc. Verb. Vol. 139, 1926). 2. Fluctuations in Year-classes of Halibut in the North Atlantic (Rapp. of Proc. Verb. Vol. 101, 1936). 3. Investigations on the Stocks of Halibut in the North Atlantic (Rapp. of Proc. Verb. Vol. 99, 1936). 4. Statistical Survey of the Halibut Fishery in the Waters round the Faroes, Iceland and Greenland (Medd. Konnn. Havundersögelser Ser. Fiskeri X, 5, 1938). 5. The Halibut in Faxa Bay (Rapp. et Proc. Verb. Vol. 120, 1948). í ritgerðum þessum greindi dr. Jespersen frá Jrróun flyðruveið- anna í Norður-Atlantshafi, og leiddi að því veigamikil rök, að hlífa yrði Jressum nytjastofni, vegna sívaxandi veiða. Munu framtíðar- rannsóknir á þessunr fiskistofni að verulega leyti byggjast á ritgerð- um dr. Jespersens um þetta efni. Það sem nú hefur verið sagt snýr að rannsóknum dr. Jespersens á íslenzku dýralífi, og má af því marka, að starf hans í þágu íslenzkra fiskirannsókna var bæði notadrjúgt og mikið að vöxturn. En auk fiskirannsókna átti dr. Jespersen einnig önnur hugðarefni, og má þar sérstaklega telja áhuga hans fyrir fuglafræði. Um fugla hefur hann ritað fjölda ritgerða, einkurn um sjófugla og fugla síns eigin ættlands. Var hann um 10 ára skeið (1941—1951) formaður Dansk Ornithologisk Forening. Sá sem þetta ritar kynntist dr. Jespersen sem samstarfsmanni, bæði á landi og sjó. Dr. Jespersen var mikið snyrtimenni og háttprúður 'í framkomu. Honum veittist auðvelt að umgangast samstarfsmenn og gat verið kátur félagi, þótt dagfar hans væri hæglátt og hávaða- laust. Hefði hann eflaust notið slíkra eiginleika í hinu nýja starfi sínu sem aðalritari aljrjóðahafrannsóknarráðsins, ef honunr liefði auðnazt lengra líf. Danskar hafrannsóknir liafa með honum misst mætan mann.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.