Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 18
80
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
tegundirnar eru einlendar, eins og ég var áður búinn að taka fram.
Eru þá nokkrar líkur til þess, að tegundirnar hafi breytzt eins og raun
ber vitni á einum 1000 árum? Ég tel það mjög vafasamt, enda þótt
mótun tegundanna á meðal fíflanna sé mun hraðfarari en annarra
fræplantna. Er það skoðun mín, að nokkrar þúsundir ára þurfi að
minnsta kosti, til að valda þeim útlitsbreytingum, sem orðið hafa á
mörgum þeim tegundum, sem komnar eru frá fjarlægum löndum.
Og svo er annað atriði, sem er mikilsvert í þessu sambandi. Hafa unda-
fiflategundirnar misst hæfileikann til eðlilegrar frjóvgunar eftir að
þær námu hér land, eða á<5ur en þær gerðu það? Um það er allt á
huldu, og skal ég ekki neinum getum að því leiða.
Þær tegundir, er ég álít að inn hafi flutzt á landnámstíð eða skömmu
fyrr, eru: Blettafífill (H. stictophyllum), Klausturfifill (H.per-
integrum) og Vestmannafifill (H.anglicum v. vestmannaense).
Útbreiðsla blettafífilssins nær frá Mjóafirði eystra og þaðan suður og
vestur á bóginn, allt til Faxaflóa. Nú vex þessi tegund villt, bæði á
vesturströnd Noregs og á Bretlandseyjum, svo að ekki er gott að segja
um, frá hvorum staðnum hún er komin. En fremur hallast ég að því,
að hún sé brezk, því að fundið hef ég í Hornafirði afbrigði af henni,
en það afbrigði er brezkt. Klausturfífillinn hefur aðeins fundizt að
Kirkjubæjarklaustri. Heimkynni hans eru Færeyjar, munar nær engu
á færeyskum og íslenzkum eintökum; er því vafasamt, hvort rétt er
að telja þann íslenzka sem afbrigði af þeim færeyska, eins og Omang
hefur gert. Vestmannafífillinn nær frá Loðmundarfirði og þaðan suð-
ur og vestur um, allt til Mýrdals og Vestmannaeyja. Hér virðast vera
2 útgáfur af tegundinni, austfirzk og sunnlenzk; sú austfirzka gæti
hafa komið eitthvað fyrr inn í landið en hin. Um þetta er þó erfitt
að dæma, þar sem tegund þess er óhemju afbrigðagjörn. Náinn skyld-
leiki er og á milli nýrra íslenzkra tegunda af Foliosa og brezkra teg-
unda. En rannsóknum á því er enn ekki lokið.
IX. Útbreiðsluhæfileikar og útbreiðslusvæði.
Undafíflamir breiðast út með jarðstönglum, renglum og fræjum.
En margar tegundirnar virðast ekki fara sér að neinu óðslega, ein-
angra sig ef til vill á mjög litlu svæði eða eru bundnar við eina sveit
eða sveitarhluta, aðrar eru dreifðar um margar sýslur landsins. Þetta
fer ekki eingöngu eftir því, hve lengi tegundirnar hafa vaxið í land-
inu; ýmislegt annað getur komið til greina, svo sem lofthiti, er þær