Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 34

Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 34
96 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Samkvæmt þeirri flokkun eftir kornastærð, sem notuð er á Norð- urlöndum og víðar og kennd við Svíann Atterberg, myndi þessi aska kölluð fínsöndug eða grófmóug. Rúmtak öskunnar, er hún var látin sáldrast niður án nokkurrar samþjöppunar mældist mér vera 1.15. Mælikvarðinn til hægri á línuritinu sýnir þykkt öskulagsins með þessu rúmtaki, sem gera má ráð fyrir, að askan hafi haft nýfallin. Samkvæmt þessu var öskulagið rúml. 0.03 sm þykkt, þegar sporrækt var orðið, en 0.04 sm, þegar myndin var tekin. Þessar tölur eru vitanlega ekki algildar. Þykkt öskulags við spor- rækt er breytileg eftir kornastærð öskunnar, eftir því, hvort askan fellur á blauta jörð eða þurra og eftir því, hvernig land það er, sem askan fellur á, hvort gróið er eða gróðurvana. En tölurnar gefa þó góða hugmynd um það magn, sem um er að ræða og eru þar að auki mjög sambærilegar við upplýsingarnar um gosið 1721, þar sem tal- að er um sporrækt á graslendi. Þrír hundraðshlutar úr sentimetra er ekki mikil þykkt. En þetta samsvarar þó 3000 teningsmetrum ösku á ferkílómetra. Eins og fyrr getur féll aska í Kötlugosinu á 65 þús. ferkm lands, og er það lág- markstala. Ekki er þó víst, að sporrækt hafi orðið að ösku á öllu þessu landssvæði, en hér við bætast svo flóar og firðir og önnur hafsvæði innan þeirrar þykktarlínu, sem afmarkar sporrækt á landi, og er svæðið innan þeirra marka a. m. k. 70.000 ferkm, en til að sporrækt verði á því svæði þarf a. m. k. 200 milljónir teningsmetra eða rösk- lega 200 milljónir tonna af ösku. Vitanlega er það þó ekki nema lítill hluti þeirrar ösku, er féll í Kötlugosinu 1721, því að öskulag þykknar mjög, er nær dregur eldstöðvunum. öruggt má telja samkvæmt upp- lýsingum Hrafnagilsannáls, að öskulagið í Eyjafjarðardal hafi verið mun þykkra, líklega mörgum sinnum þykkra, en 0.035 sm, þar sem þess er getið, að það hafi sums staðar verið í skóvarp, en til þess ætti að þurfa a. m. k. 2 sm öskuþykkt. 1 Skagafirði inn hefur öskulagið einnig verið meira en 0.035 sm, ef trúa má Mælifellsannál, og sömu- leiðis í Aðaldal, úr því að þar varð svo dimmt af öskufalli að tendra þurfti ljós. Mikilsverðar eru þær upplýsingar í anónýmu frásögninni, að askan hafi verið sauðum upp yfir lágklaufir á sléttlendi í Biskupstungum, en hestum upp yfir hófskegg austan Hvítár. Páll Pálsson, dýralæknir á Keldum, mældi fyrir mig rollur og hross og fræddi mig á því, að á hestum séu 12—15 sm upp fyrir hófskeggslið, en á rollum séu 6—7 sm upp fyrir lágklaufir. Nú er þess að gæta, að askan mun hafa fall-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.