Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 10
Ingimar Óskarsson: Um undafífla Inngangur. „Þessi jurt hefur sömu eða mjög líka verkan og almennilegur fífill. Gulleitan, blakkan lit má úr fíflum fá, og nafnið sjálft sýnir, að urtin hefur verið brúkuð til að græða undir og sár“. Svo segir Björn Hall- dórsson prófastur um undafífilinn í bók sinni, Grasnytjar. 1 ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar er á einum stað minnzt á undafífil. Þar sem þeir ræða um gróður í Kjósarsýslu, segir svo: „f Austurlandsferð okkar 1756 urðum við hrifnir af hinni óvæntu fegurð á þessum slóðum (þ. e. suðvesturhluta Mosfellssveitar). Gras- lendi, sem liggur hér hátt yfir sjó, er alvaxið safamiklu grasi, mergð undafifla (Hieracium) og annars góðgresis." Þessi ummæli eru fylli- lega sannleikanum samkvæm, því að enn í dag vex mikið af unda- fíflum í nágrannasveitum Beykjavíkur. Og engin ástæða er til að ætla, að magn þeirra hafi breytzt það að mun á s.l. 200 árum. Á þeim tíma var ekki byrjað að aðgreina fífla þessa í tegundir, enda hefði þá um leið skapazt heiti á tegundunum, en ekkert bendir til þess, að svo hafi verið. Undafíflar teljast til körfublómaættarinnar og er ætt sú mjög fjöl- skrúðug; eru til hennar taldar að minnsta kosti 14000 tegundir. Hve margar tegundir fífla eru í þeirri tölu, veit ég ekki, en varla munu þær vera fleiri en 1000. En nú er sú tala orðin allt of lág. Fróðir menn telja, að nú sé búið að lýsa að minnsta kosti 10000 tegundum undafífla. Ef svo er, þá skipa körfublómin l.sætið, hvað tegunda- fjölda snertir, og telja fram um leið lang-fjölskrúðugustu ættkvísl jarðar. Ekki er hægt að segja með sanni, að mikil nytsemi sé að undafífl- um, en allmargar tegundir eru ræktaðar í görðum til skrauts. Munu ýmsir blómavinir kannast við H. aurantiacum (roðafífil) og H. vill- osum (sifjarfífil). Á Norðurlöndum eru einnig ræktaðar tegundirn- ar H. pannosum (frá Litlu-Asíu) og H. speciosum (úr Karpataf jöll- um). Engin þessara tegunda vex villt hjá okkur, en til eru innlendar tegundir, sem prýði væri að í skrúðgörðum. Orðið Hieracium, sem er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.