Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 10

Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 10
Ingimar Óskarsson: Um undafífla Inngangur. „Þessi jurt hefur sömu eða mjög líka verkan og almennilegur fífill. Gulleitan, blakkan lit má úr fíflum fá, og nafnið sjálft sýnir, að urtin hefur verið brúkuð til að græða undir og sár“. Svo segir Björn Hall- dórsson prófastur um undafífilinn í bók sinni, Grasnytjar. 1 ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar er á einum stað minnzt á undafífil. Þar sem þeir ræða um gróður í Kjósarsýslu, segir svo: „f Austurlandsferð okkar 1756 urðum við hrifnir af hinni óvæntu fegurð á þessum slóðum (þ. e. suðvesturhluta Mosfellssveitar). Gras- lendi, sem liggur hér hátt yfir sjó, er alvaxið safamiklu grasi, mergð undafifla (Hieracium) og annars góðgresis." Þessi ummæli eru fylli- lega sannleikanum samkvæm, því að enn í dag vex mikið af unda- fíflum í nágrannasveitum Beykjavíkur. Og engin ástæða er til að ætla, að magn þeirra hafi breytzt það að mun á s.l. 200 árum. Á þeim tíma var ekki byrjað að aðgreina fífla þessa í tegundir, enda hefði þá um leið skapazt heiti á tegundunum, en ekkert bendir til þess, að svo hafi verið. Undafíflar teljast til körfublómaættarinnar og er ætt sú mjög fjöl- skrúðug; eru til hennar taldar að minnsta kosti 14000 tegundir. Hve margar tegundir fífla eru í þeirri tölu, veit ég ekki, en varla munu þær vera fleiri en 1000. En nú er sú tala orðin allt of lág. Fróðir menn telja, að nú sé búið að lýsa að minnsta kosti 10000 tegundum undafífla. Ef svo er, þá skipa körfublómin l.sætið, hvað tegunda- fjölda snertir, og telja fram um leið lang-fjölskrúðugustu ættkvísl jarðar. Ekki er hægt að segja með sanni, að mikil nytsemi sé að undafífl- um, en allmargar tegundir eru ræktaðar í görðum til skrauts. Munu ýmsir blómavinir kannast við H. aurantiacum (roðafífil) og H. vill- osum (sifjarfífil). Á Norðurlöndum eru einnig ræktaðar tegundirn- ar H. pannosum (frá Litlu-Asíu) og H. speciosum (úr Karpataf jöll- um). Engin þessara tegunda vex villt hjá okkur, en til eru innlendar tegundir, sem prýði væri að í skrúðgörðum. Orðið Hieracium, sem er

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.