Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 5
JARÐSKJÁLFTAR 67 hreyfinga í jarðskorpunni, þannig að bergið hefur lyfzt eða hnoðazt saman. Fjöll þessi eru oft nefnd fellingafjöll. Þau hafa myndazt á mjög löngum tima, en hreyfingin, sem olli myndun fjallanna, var afar hæg. Það er álit jarðskjálftafræðinga, að flestir jarðskjálftar or- sakist af sams konar hreyfingu i jarðskorpunni og þeirri, sem mynd- aði fellingaf jöllin. Þessi hæga, en stöðuga hreyfing veldur innri spennu í berginu, sem getur orðið svo mikil, að styrkleiki bergsins þoli hana ekki. Bergið lætur þá skyndilega undan og einhver hluti þeirrar orku, sem áður var bundin sem stöðuorka vegna spennu bergsins, breytist í hreyfiorku, er veldur bylgjuhreyfingu, sem berst í allar áttir, líkt og bylgjur á vatni, sem steini er kastað í. Hvernig stöðuorkan getur breytzt i hreyfiorku er ekki vitað með vissu og veldur því skortur vor á nákvæmri þekkingu á eðliseigin- leikum bergsins á því dýpi, þar sem þetta skeður. Langflestir jarðskjálftar eru svo nefndir „tektónískir“ jarðskjálftar, þar sem stór svæði á yfirborði jarðarinnar leitast við að ná jafnvægi með því að losna við innri spennu, sem myndazt hafði á löngum tíma. Allmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á „aukakröftum“, smáum kröftum, sem eru of litlir til að valda verulegri hreyfingu, en geta aukið þá innri spennu, sem fyrir er, svo mikið, að jarðskjálfti komi. Á þeim svæðum jarðarinnar, þar sem oft verða miklar breytingar á loftþrýstingi, virðist þrýstingsbreyting á yfirborð jarðarinnar, undir vissum kringumstæðum, geta verið þessi aukakraftur. Á sumum svæð- um jarðarinnár veldur hraðfallandi loftvog lítið eitt aukinni tíðni jarð- skjálfta, en á öðrum svæðum hefur hratt stígandi loftvog sömu áhrif, eða mikil úrkoma, sem einnig veldur auknum þrýstingi á yfirborð jarðar. En þrátt fyrir það, að nú hefur verið safnað nákvæmum upp- lýsingum um jarðskjálfta í hálfa öld, þá er ekki enn hægt að gefa ákveðið svar við þessum vandamálum. Skoðun jarðskjálftafræðinga á því, hvernig jarðskjálfti „verði til“, má lýsa í fáum orðum þannig: Ef innri spenna bergsins á einhverju svæði verður svo mikil, að styrkleiki bergsins þoli hana ekki, þá mynd- ast sprunga og sprunguveggirnir kippast til, þannig að spennan minnk- ar eða hverfur í næsta nágrenni sprungunnar. Stundum nær þessi sprunga til yfirborðs jarðarinnar. Þegar sprungubarmarnir kippast til, myndast bylgjuhreyfing í berginu, sem berst í allar áttir út frá sprungustaðnum. Þessi bylgjuhreyfing er nefnd jarðskjálfti. Oft verð- ur hreyfingin til þess að auka spennu bergsins á nálægum stöðum, og er því miklum mun meiri hætta á jarðskjálfta fyrst eftir að mikill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.