Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 5

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 5
JARÐSKJÁLFTAR 67 hreyfinga í jarðskorpunni, þannig að bergið hefur lyfzt eða hnoðazt saman. Fjöll þessi eru oft nefnd fellingafjöll. Þau hafa myndazt á mjög löngum tima, en hreyfingin, sem olli myndun fjallanna, var afar hæg. Það er álit jarðskjálftafræðinga, að flestir jarðskjálftar or- sakist af sams konar hreyfingu i jarðskorpunni og þeirri, sem mynd- aði fellingaf jöllin. Þessi hæga, en stöðuga hreyfing veldur innri spennu í berginu, sem getur orðið svo mikil, að styrkleiki bergsins þoli hana ekki. Bergið lætur þá skyndilega undan og einhver hluti þeirrar orku, sem áður var bundin sem stöðuorka vegna spennu bergsins, breytist í hreyfiorku, er veldur bylgjuhreyfingu, sem berst í allar áttir, líkt og bylgjur á vatni, sem steini er kastað í. Hvernig stöðuorkan getur breytzt i hreyfiorku er ekki vitað með vissu og veldur því skortur vor á nákvæmri þekkingu á eðliseigin- leikum bergsins á því dýpi, þar sem þetta skeður. Langflestir jarðskjálftar eru svo nefndir „tektónískir“ jarðskjálftar, þar sem stór svæði á yfirborði jarðarinnar leitast við að ná jafnvægi með því að losna við innri spennu, sem myndazt hafði á löngum tíma. Allmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á „aukakröftum“, smáum kröftum, sem eru of litlir til að valda verulegri hreyfingu, en geta aukið þá innri spennu, sem fyrir er, svo mikið, að jarðskjálfti komi. Á þeim svæðum jarðarinnar, þar sem oft verða miklar breytingar á loftþrýstingi, virðist þrýstingsbreyting á yfirborð jarðarinnar, undir vissum kringumstæðum, geta verið þessi aukakraftur. Á sumum svæð- um jarðarinnár veldur hraðfallandi loftvog lítið eitt aukinni tíðni jarð- skjálfta, en á öðrum svæðum hefur hratt stígandi loftvog sömu áhrif, eða mikil úrkoma, sem einnig veldur auknum þrýstingi á yfirborð jarðar. En þrátt fyrir það, að nú hefur verið safnað nákvæmum upp- lýsingum um jarðskjálfta í hálfa öld, þá er ekki enn hægt að gefa ákveðið svar við þessum vandamálum. Skoðun jarðskjálftafræðinga á því, hvernig jarðskjálfti „verði til“, má lýsa í fáum orðum þannig: Ef innri spenna bergsins á einhverju svæði verður svo mikil, að styrkleiki bergsins þoli hana ekki, þá mynd- ast sprunga og sprunguveggirnir kippast til, þannig að spennan minnk- ar eða hverfur í næsta nágrenni sprungunnar. Stundum nær þessi sprunga til yfirborðs jarðarinnar. Þegar sprungubarmarnir kippast til, myndast bylgjuhreyfing í berginu, sem berst í allar áttir út frá sprungustaðnum. Þessi bylgjuhreyfing er nefnd jarðskjálfti. Oft verð- ur hreyfingin til þess að auka spennu bergsins á nálægum stöðum, og er því miklum mun meiri hætta á jarðskjálfta fyrst eftir að mikill

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.