Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 43

Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 43
INNRI GERÐ ÖSKUBAUNANNA 105 MyndL 1. Þversnið gegnum öskubaun. Miðkorn með tveim ytri lögum. Stœkkun 18 X. — A tephra pisolite in 'thin section showing central grain and two outer lay- ers. Magn. 18X.. — Ljósm. Jón Jónsson. Ekki er hægt að sjá myndbreytingu í gjallglerinu í baununum svo að teljandi sé, nema að einstöku smákorn utarlega í baununum eru gulleit, líkt og glerið í þeim væri orðið vatnsbundið (hydrated). Samt er að sjá undantekningar frá þeirri reglu í þunnsneiðinni, því að í tveim bálfeyddu þversneiðunum eru gleragnirnar yzt í baununum teknar að bindast vatni. Myndar vatnsbundna glerið sítrónugula rönd utan um ferskan kjama í glerkornunum. Mætti þetta þykja nokkuð hröð myndbreyting i svo ungu túffi, því að í móbergi frá tertiertímanum er ennþá að finna leifar af ómynd- breyttu gjallgleri, enda þótt aldur þess skipti milljónum ára. Skýring- ar á þessu fyrirbæri er, eins og á myndun silfurbergsins, að leita í jarðylnum, sem leikið liefur um túffstabbana og auðveldar mynd- breytinguna. Ekki er límonít sjáanlegt í baununum að því undanteknu, að guli liturinn á vatnskenndu glerinu stafar af þrígildum járnvetnum, en það eru sömu efnasambönd og í ryði og náskyld límoníti. Járnið í

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.