Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 46
108
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Kolsýrumagn loftsins á mismunandi tímum.
inni, en við þann bruna myndast kolsýra. Það mætti því ætla, að
kolsýrumagn loftsins hefði aukizt á þessum tíma. Við skulum því líta
á hvað mælingar segja um þetta.
Myndin sýnir kolsýrumagn loftsins á mismunandi timum. Kross-
arnir tákna einstakar mælingar, en linan er dregin til þess að sýna
nánar, hvernig kolsýran hefur aukizt. Samkvæmt þessu hefur kolsýru-
magn loftsins verið nálega óhreytt frá 1860 til 1900, en síðan evkst
það smám samn úr 0.0292% í 0.0322% árið 1935. Ef gert er ráð
fyrir, að aukningin hafi haldið áfram með sama hraða eftir 1935,
þá ætti kolsýran nú að nema rúmlega 0.033% af andrúmsloftinu.
Þetta þýðir, að aukning kolsýrunnar í loftinu hefur samtals numið
um 200000 milljón tonnum á tímabilinu 1900 til 1935. Á sama tíma
var brennt á jörðinni um 50000 milljón tonnum af kolum og olíu,
en sú brennsla hefur framleitt um 150000 milljón tonn af kolsýru.
Aukning kolsýrunnar í loftinu virðist því hafa verið heldur meiri en
sú viðbót, sem komið hefur vegna brennslu kola og olíu, en vera má,
að aukningin hafi ekki ennþá náð til suðurhvels jarðar, nema að litlu
leyti. Flestar mælingarnar, sem sýndar eru á myndinni, hafa verið
gerðar á norðurhvelinu, og þar er brennslan einnig mest.
Heimildarrit:
Rocket Exploration of the Upper Atmosphcre, London 1954,
Compendium of Meteorology, Boston 1951.
Quarterly Journal of the Royal Meteorological Society, London 1940.