Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 48

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 48
Ritfregnir Arne Noe-Nygaard: Geologi. Processer og Materialer. Gyldendalske Boghandel. Nordisk Forlag. Köbenhavn 1955. Arne Noe-Nygaard, prófessor í jarðfræði við háskólann i Kaupmannahöfn, er án vafa einna fjölmenntaðastur í sinni fræðigrein þeirra jarðfræðinga, er nú starfa á Norðurlöndum. Að sérmenntun er hann bergfræðingur, en hann hefur og unnið að rannsóknum í eldfjallafræði og almennri jarðfræði og ber einnig gott skyn á landmótunarfræði. Hann hefur ferðazt víða um heim og auðsæilega haft þá bæði augun og myndavélina hjá sér. Hann hefur dvalizt langdvölum í Grænlandi og ó Færeyjum. Island hefur hann þrásinnis gist. Hann tók þótt í leiðangri til Gríms- vatna 1936 ásamt Niels Nielsen, prófessor, kom tvivegis meðan á Heklugosinu stóð, og hefur skrifað merkar ritgerðir um jarðfræði fslands. Nú hefur Noe-Nygaard skrifað kennslubók í jarðfræði, og er sú bók einkum ætluð stúdentum á fyrsta jarðfræðinámsári þeirra við Hafnarháskóla, en hún er einnig skrifuð með það fyrir augum, að áhugamenn um jarðfræði geti notað hana til sjálfsnáms ón þess að hafa verulega undirstöðu í þeirri fræðigrein. Hefur eng- in jafnyfirgripsmikil kennslubók í jarðfræði komið út á norðurlandamálum síðasta aldarfjórðung, eða siðan önnur útgáfa af hinni klassisku kennslubók finnlandssænska jarðfræðingsins W. Ramsays, Geologiens grunder, kom út 1931. Bók Noe-Nygaards er allmiklu minni en bók Ramsays, en er þó efnismikið rit, 400 blaðsiður fremur þéttletraðar. Er í henni fjöldi korta, teikninga og ljósmynda (samanlagt 361 mynd). Fyrsti hluti bókarinnar, aftur að bls. 43, er krystalla- og steinafræði, en hinni eigin- legu jarðfræði er skipt i þrjó meginkafla: Jarðfræði utanvirkra afla (exogen dyna- mik), jarðfræði innanvirkra afla (endogen dynamik) og jarðsögu. Þó bókin sé, sem fyrr getur, allmiklu minni en bók Ramsays, er sumum þáttum jarðfræðinnar, og þó einkum eldfjallafræðinni, gerð ítarlegri skil en gert er i bók Ramsays. Kaflinn um myndun og umbreytingu storkubergs byggist að verulegu leyti á skoðunum, sem rutt hafa sér rúms, siðan bók Ramsays kom út, og svo er um fleiri kafla bókarinnar. Frá islenzku sjónarmiði eykur það mjög gildi bókarinnar, hversu mikið af mynd- um þeim og dæmum, sem höfundur notar efni sinu til skýringar, er sótt til Islands, Grænlands og Færeyja. Islandi er hér gert miklu hærra undir höfði en i nokkurri annarri erlendri kennslubók í jarðfræði til þessa. Af þeim 325 myndum, sem eru í bókinni utan teikninganna í steinafræðinni, telst mér, að 61 eða 17% séu fró Is- landi. Næstum allar myndimar i kaflanum um eldfjallafræði eru hingað sóttar. Hinar mörgu myndir frá Færeyjum má allar heimfæra upp ó islenzku blágrýtis- svæðin. Má segja, að fjórða hver mynd bókarinnar eigi erindi til íslenzkra lesenda öðrum fremur. Hlutur Islands i bókinni er því að þakka, að höfundurinn þekkir landið vel og dáir það. Það kemur og til, að allmikið hefur verið ritað um islenzkr jarðfræði síðustu áratugina, og er þar þvi af nýju efni að taka, en allt kæmi þetta

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.