Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 22
84
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
eru aðallega fólgnar í meiri
þroska, víðfeðmari blóma-
skipun, stærri og meira
tenntum blöðum og auknum
fjölda stöngulblaða (þar sem
er um stöngulblöð að ræða).
Föstu einkennin eru: blað-
lögun, lögun og hæring
reifablaðanna, tenning krón-
unnar og litur stílsins. En
þetta eru einmitt einkenn-
in, sem mestu varða við
ákvörðun tegundanna úti í
náttúrunni. Af íslenzkum
tegundum, sem hafa mikla
afbrigðaauðgun, má nefna
Tígulfífil (H. arctocerin-
the). Aftur á móti eru sum-
ar tegundimar okkar mjög
formfastar, ef svo mætti
segja, og standa fyllilega
jafnfætis tegundum, sem
æxlast með venjulegum
hætti; sem dæmi mætti
nefna Kaldalónsfífil
(H. kaldalonense).
XI. Fjölbreytni tegundanna
hér á landi.
Fjölbreytni undafífla hér
á landi er meiri en vænta
mætti, ef tekið er tillit til
þess, að engin gróðurfarsleg
tengsli hafa verið við önnur
lönd síðan jökultíma lauk.
Hverjar orsakirnar eru til
þessarar fjölbreytni er
mönnum ekki fyllilega ljóst.
Mér virðast ýmsár stoðir
4. mynd. Hieracium kaldalonense.