Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 39
BREYTINGAR Á FUGLALlFI I MtRDAL 101 ég var ekki ætíð svo viss á, hvaða tegundir var um að ræða. Þó virð- ist mér, að hegrinn sjáist hér sjaldnar en áður. Hann var hér í fyrrahaust, þ. e. 1953, en næst þar áður sá ég hann vorið 1950. Á tímabilinu frá 1940—50 fækkaði mjög steindepli og máríu- erlu, en nú hefur þeim stórfjölgað aftur. Þessum fuglum, sem ég nú hef getið, hefur mest borið á að hafi fækkað hér eða horfið með öllu. Þó hef ég ekki minnzt á endurnar, en sumum tegundum þeirra er ég hræddur um að hafi fækkað, eins og t. d. straumöndum; þó vil ég ekki slá þvi föstu. Þá eru hér nokkrar tegundir, er numið hafa hér lönd, eða a. m. k. stórlega fjölgað síðustu árin, og flækingar, sem oftar eru á ferðinni og jafnvel tekið sér hér fasta búsetu, a. m. k. sum árin. Stelk varð ég ekki var við sem varpfugl hér fyrr en nokkru eftir 1925, en stöku sinnum sást hann og nú verpir hann hér allmikið. Þá er það litli svartbakurinn. Ég fann hann fyrst orpinn hér í heiðunum voríð 1932, þá aðeins 2 hreiður, á svonefndu Sauðafelli, en brátt fór honum fjölgandi, og um 1940 fór hann að verpa sunnan við Fossagil í Dalaheiði. Nú hefur hann myndað töluverðar byggðir á báðum þessum stöðum. I byggðinni við Fossagil verptu um 20 pör vorið 1954. Ekki hef ég fundið hann orpinn víðar hér í Mýrdal, en víða hef ég séð hann á flugi, svo ég tel öruggt, að hann verpi orðið allvíða hér í heiðunum, og áreiðanlegar heimildir hef ég um það, að hann verpi orðið mikið í Kerlingardals-afrétti. Stóra svartbak hefur áreiðanlega stórfjölgað hér síðari árin, en þar sem ég hef ekki fylgzt nægilega vel með honum, vil ég ekki segja fleira um hann. Einn yngsti landneminn hér mun vera jaðrakaninn. Skömmu eftir 1930 sá ég hann hér fyrst, og var þá ekki viss, hver fuglinn var, en einhver fróður maður gat sagt mér, hver hann var. Svo sást hann hér við og við eftir það, en ekki varð ég var við, að hann verpti hér fyrr en eftir 1945, en eftir það hefur honum farið töluvert fjölgandi og síðustu árin hafa þó nokkur pör verpt hér, sem ég hef vitað um. Kríunni mun hafa fjölgað hér allmikið síðari árin, en það er með hana eins og fýlinn, að hún hefur flutt sig mikið til og breytt um varpstöðvar. Allt fram að 1930 verj)ti hún aðallega á Dyrhólaey, en fer úr því að færa varpstöðvar sínar inn til landsins, og urðu þá aðal- varpstöðvarnar á Hafursáraurum og á melunum austur af Dalsvatni, og verpir hún á báðum þeim stöðum ennþá og nokkru víðar, svo sem á skerinu austur af Víkurkirkju, en á Dyrhólaey verpir hún orðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.