Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 39

Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 39
BREYTINGAR Á FUGLALlFI I MtRDAL 101 ég var ekki ætíð svo viss á, hvaða tegundir var um að ræða. Þó virð- ist mér, að hegrinn sjáist hér sjaldnar en áður. Hann var hér í fyrrahaust, þ. e. 1953, en næst þar áður sá ég hann vorið 1950. Á tímabilinu frá 1940—50 fækkaði mjög steindepli og máríu- erlu, en nú hefur þeim stórfjölgað aftur. Þessum fuglum, sem ég nú hef getið, hefur mest borið á að hafi fækkað hér eða horfið með öllu. Þó hef ég ekki minnzt á endurnar, en sumum tegundum þeirra er ég hræddur um að hafi fækkað, eins og t. d. straumöndum; þó vil ég ekki slá þvi föstu. Þá eru hér nokkrar tegundir, er numið hafa hér lönd, eða a. m. k. stórlega fjölgað síðustu árin, og flækingar, sem oftar eru á ferðinni og jafnvel tekið sér hér fasta búsetu, a. m. k. sum árin. Stelk varð ég ekki var við sem varpfugl hér fyrr en nokkru eftir 1925, en stöku sinnum sást hann og nú verpir hann hér allmikið. Þá er það litli svartbakurinn. Ég fann hann fyrst orpinn hér í heiðunum voríð 1932, þá aðeins 2 hreiður, á svonefndu Sauðafelli, en brátt fór honum fjölgandi, og um 1940 fór hann að verpa sunnan við Fossagil í Dalaheiði. Nú hefur hann myndað töluverðar byggðir á báðum þessum stöðum. I byggðinni við Fossagil verptu um 20 pör vorið 1954. Ekki hef ég fundið hann orpinn víðar hér í Mýrdal, en víða hef ég séð hann á flugi, svo ég tel öruggt, að hann verpi orðið allvíða hér í heiðunum, og áreiðanlegar heimildir hef ég um það, að hann verpi orðið mikið í Kerlingardals-afrétti. Stóra svartbak hefur áreiðanlega stórfjölgað hér síðari árin, en þar sem ég hef ekki fylgzt nægilega vel með honum, vil ég ekki segja fleira um hann. Einn yngsti landneminn hér mun vera jaðrakaninn. Skömmu eftir 1930 sá ég hann hér fyrst, og var þá ekki viss, hver fuglinn var, en einhver fróður maður gat sagt mér, hver hann var. Svo sást hann hér við og við eftir það, en ekki varð ég var við, að hann verpti hér fyrr en eftir 1945, en eftir það hefur honum farið töluvert fjölgandi og síðustu árin hafa þó nokkur pör verpt hér, sem ég hef vitað um. Kríunni mun hafa fjölgað hér allmikið síðari árin, en það er með hana eins og fýlinn, að hún hefur flutt sig mikið til og breytt um varpstöðvar. Allt fram að 1930 verj)ti hún aðallega á Dyrhólaey, en fer úr því að færa varpstöðvar sínar inn til landsins, og urðu þá aðal- varpstöðvarnar á Hafursáraurum og á melunum austur af Dalsvatni, og verpir hún á báðum þeim stöðum ennþá og nokkru víðar, svo sem á skerinu austur af Víkurkirkju, en á Dyrhólaey verpir hún orðið

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.