Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1956, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 1956, Qupperneq 4
114 NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN dags hafa vísindafrömuðir mestu menningarþjóða sunnar í álfunni sótt út hingað skýringu á mörgu því, sem gerðist í heimalöndum þeirra fyrir þúsundum eða milljónum ára, en gerist þar ekki lengur. Að þessu leyti stöndum við fslendingar flestum þjóðum betur að vígi að skilja myndunarsögu fósturjarðarinnar. Ég ætla mér nú ekki þá dul að rekja hér alla þessa sögu, það væri óðs manns æði, í einni tímaritsgrein. Ég segi hér aðeins nokkra þætti liennar í tímaröð og skal leitast við að tengja þá nokkuð saman, svo að söguþráðurinn slitni ekki alveg. En liann verður bláþráður á löngum köflum. Eðlilegt er að skipta jarðsögu íslands í þrjá kapítula. í tveimur hinum fyrstu segir frá myndun þess, sem við köllum yfirleitt fast berg eða klöpp, en ég mun hér á jarðfræðinga vísu kalla berggrunn landsins. f þessari grein verður ekki haldið lengra; ég hef hér valið mér til frásagnar aðeins þætti úr þeim tveimur kapítulum, ekki af því að þeir séu auðskýrðari né auðskildari en hinn síðasti, heldur af því að þeir eru færrum kunnir. En síðasti kaflinn, sem hér verður útundan, fjallar um hin lausu jarðlög (mela, sanda, leirur, jarðveg o. s. frv.), sem liggja ofan á berggrunninum, og ennfremur yngstu hraunin, þau sem runnið hafa eftir ísöld og við köllum hraun í þrengstu merkingu þess orðs. Eins og ég hef þegar gefið í skyn, skiptist berggrunnur landsins í tvær misgamlar myndanir: blágrýtismyndunina og móbergsmynd- unina. Blágrýtismyndunin, sem er eldri, nær yfir tvö landsvæði: annars vegar Austurland frá Breiðamerkursandi að sunnan að Langanesi að norðan; hins vegar Vesturland frá Esju um Borgarfjörð, Dali og alla Vestfirði og áfiam um vestanvert Norðurland austur að Bárðardal. Móbergsmyndunin fyllir bilið milli blágrýtisspildnanna í austri og vestri og rnyndar belti um þvert landið, miklu breiðara sunnan lands en norðan. Nærri lætur, að landinu sé að flatarmáli jafnt skipt milli blágrýtismyndunarinnar og móbergsmyndunarinnar. Ekki eru mót þessara myndana alls staðar glögg, en þar sem þau hafa verið könnuð, eins og t. d. fyrir botni Hvalfjarðar (af Helga Pjeturss), hverfur blágrýtismyndunin inn undir móbergsmyndunina, og mjög víða hallar blágrýtislögunum h'tið eitt í þá átt á báðum blágrýtis- svæðunum, þ. e. í suðaustur og suður vestan lands og norðan, en í vestur á Austurlandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.