Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1956, Qupperneq 14

Náttúrufræðingurinn - 1956, Qupperneq 14
124 NÁTTÚ RUFRÆÐIN GURINN um tertíertíma — hefur ísland að öllum líkindum verið tvær eyj- ar: annars vegar Austurland austan línu h. u. b. milli Ingólfshöfða og Langaness, hins vegar Vesturland suður fyrir Esju og Norður- land austur að Bárðardal. Um þessar mundir voru vatnsföll tekin af grafa sér farvegi þá í blágrýtishásléttuna, er síðar urðu að dölum og fjörðum í þessum elztu landshlutum. Sigdalurinn eða sundið milli blágrýtiseyjanna tveggja í austri og vestri varð ekki til frambúðar. Þar liélt jarðeldurinn áfram upp- hleðslu sinni, þó að hann væri nú kulnaður að kalla á blágrýtis- svæðunum. Siglægðin fylltist upp á barma af nýjum gosefnum, svo að eyjarnar tengdust aftur saman (ef þær hafa þá nokkurn tíma slitnað alveg sundur; vera má að uppfyllingin hafi alltaf haft við siginu). En hér hefur síðara kapítulann í sögu berggrunnsins. MÓBERGSMYNDUNIN. Allt það efni, sem hrúgaðist upp í sigdældinni köllum við einu nafni móbergsmyndunina. Takmörk hennar lief ég þegar nefnt í aðalatriðum, því að hún fyllir bilið milli blágrýtissvæðanna, en auk þess teljast fremur litlir skikar til þessarar myndunar á utanverðu Snæfellsnesi og utan til á Skaga milli Skagafjarðar og Húnaflóa. Mó- bergsmyndunin er að langmestu leyti úr gosbergi (eins og blágrýtis- myndunin), en gosefnin eru miklu fjölbreyttari í móbergsmyndun- inni og öll upphleðsla hennar óskipulegri. Nafnið móberg liafa bæði lærðir menn og leikir notað í ýmsum misvíðum merkingum. En hér skal það nú aðeins haft í þrengstu merkingu, þ. e. gosmóberg eða brúngrýti. Þetta berg er að uppruna ýmiss konar gosmöl (aska, vikur, gjall o. fl.), en er nú harðnað að steini og víðast brúnt að lit, þó sums staðar svart. Þó að móbergs- myndunin dragi nafn af þessu bergi, fer því fjarri að hún sé öll af því gerð. Til dæmis er berggrunnurinn milli Þjórsár og Hvítár í Árnessýslu á að gizka að hálfu leyti úr hraunlögum. Og þetta eru mest blágrýtishraun mjög áþekk hraunum blágrýtismyndunarinn- ar, en þó með miklu minni holufyllingum. En þarna á Árnessýslu eru mörg hraunlögin nokkuð gráleit, sum lireint grágrýti, önnur milliafbrigði milli þess og blágrýtis. í millilögum þessara hraun- laga gætir móbergs ekki heldur mjög mikið. En millilögin eru til- tölulega þykk og efni þeirra að mjög miklu leyti leirsteinsvöluberg, sem líkist hörðnuðum jökulruðningi og er eflaust sumt harðnaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.