Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 31
MÓRINN í SELTJÖRN
187
aður og nú við Faxatlóa. Sé gert ráð fyrir því, að yfirborðshiti sjáv-
ar næst ströndinni fari að miklu leyti eftir lofthita viðkomandi
svæðis, hefur lofthiti við sunnanverðan Faxaflóa vart verið lægri
þá en lofthiti nú er í Bolungavík. Meðalárshiti í Bolungavík er nú
3.0° C og meðalhiti júlímánaðar 9.6° C. Mótsvarandi tölur fyrir
Reykjavík eru 4.5° C og 10.9° C (meðaltal fyrir árin 1901—1930).
Loftliiti ætti því í nresta lagi að hafa verið um 1.5° C lægri en nú
yfir innanverðum Faxaflóa, þegar skeljalagið við Rauðhól mvnd-
aðist.
Um sjávarhita í yfirborði skal þess getið, að hann er nú í Faxa-
flóa um 11° C í júlímánuði, en úti fyrir Bolungavík 8—9° C (Stel'-
ánsson 1954).
Nú má telja útilokað, að þetta skeljalag við Rauðhól geti verið
yngra en fjörumórinn í Seltjörn. Með tilliti til þess hve hlýtt var
þegar skeljalögin mynduðust, er þá vart nema tvennu til að dreifa,
að ofannefnd sjávarhækkun hafi orðið strax eftir síðara holtasóleyj-
arskeiðið (Salpaussálkeskeiðið), senr talið er hafa vai'að frá ca. 8800
— ca. 7800 f. Kr., eða þá að hún liafi orðið á hlýindaskeiði því, sem
nefnt er Alleröd skeiðið og talið er hafa varað frá ca. 9800 — ca. 8800
f. Kr. Margt bendir til þess, að land hafi hér í eina tíð risið tiltölu-
lega ört, enda þótt mér virðist ótrúlegt, að það hafi getað risið allt
að 10 sinnum hraðar en Skandínavía, eins og Trausti Einarsson tel-
ur mögulegt (Einarsson 1953). í Norður-Svíþjóð var landhækkun-
in a. m. k. 12 m á öld, þegar mest var. Tífalt hraðari yrði hún 1.2
m á ári. En livað um það virðist mér nokkuð erfitt, þótt ekki sé
það útilokað, að koma sjávarhækkuninni við Rauðhól fyrir á tíma-
bilinu milli loka yngia holtasóleyjarskeiðs fyrir um 9800 árum og
myndun elzta fjörumósins fyrir 9000 árum, því það myndi þýða, að
Suðurnesin hefðu risið, umfrarn sjávarhækkun, um 20 m á tímabili,
sem vart er lengra en 700 ár, og líklega styttra.
En sé sjávarhækkunin við Rauðhól frá Alleröd-skeiðinu, sem
mér virðist að svo stöddu líklegra, ef ofangreindar forsendur eru
réttar — þ. e. a. s. ef C14 aldursákvörðunin er rétt og ekki hefur orð-
ið staðbundið jarðrask við Rauðhól t. d. í sambandi við gos þar,
eða það annað skeð þar, er haggað gæti ályktunum Guðmundar
Kjartanssonar — verður að draga þá ályktun, að á Alleröd skeiði
hafi loftslag orðið tiltölulega hlýrra hér, miðað við nútíma loftslag,
heldur en annars staðar í Norður-Evrópu. Brezki landfræðingurinn