Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 56
210
NÁTTÚRU FRÆÐIN GU RIN N
unum skipta varppörin tugum eða hundruðum, í miðlungsvörpun-
um skipta þau þúsundum, og í stærstu vörpunum geta þau verið tíu
þúsund eða þar yfir. Yiirleitt virðist svo sem stærstu kríuvörpin hér
séu á annesjum og í úteyjum eða að minnsta kosti fyrir opnu liafi.
Yzt á Reykjanesskaganum, milli Reykjaness og Hafna, og yzt á Sn;e-
fellsnesi, eru t. d. mjög mikil kríuvörp, og áður hefur verið minnzt
á hið mikla kríuvarp í Grímsey (Eyf.). Eigi að síður eru víða allmikil
kríuvörp innfjarða og þá lielzt í eyjum eða skerjum. Við ár og vötn
upp til Iandsins eru hvergi eins stór kríuvörp og við ströndina. Ein-
stætt er kríuvarpið í hólmanum í Reykjavíkurtjörn, en Reykjavík
er áreiðanlega eina liöfuðborgin og að öllum líkindum eina borgin
i heiminum, sem státað getur af kríuvarpi í miðbænum.
Erlendis verpa oft fleiri þernutegundir saman í byggðum. Hér
kemur þetta auðvitað ekki til greina, þar sem aðeins ein þernuteg-
und, krían, er varpfugl hér á landi. Hins vegar eru allmörg dæmi
þess, að hettumáfar hafi tekið að verpa hér í kríubyggðum, eink-
um í hólmum og skerjum með ströndum fram eða í vötnum. Getur
þetta leitt til nokurra átaka um varplandið, og þar stendur hettu-
máfurinn yfirleitt betur að vígi en krían, því að hann verpur mun
fyrr. Ekki er mér kunnugt um, að hettumáfurinn hafi samt nokkurs
staðar bolað kríunni burtu með öllu. Þá er það og allalgengt, að
kríur verpi liér í hólmum og skerjum, þar sem æðarvarp er. Er það
yfirleitt talið til bóta, þar sem krían verji varpið fyrir vargi. Flestir
munu kannast við það, hve herskáar kríur eru um varptímann, ef
óboðnir gestir koma í varplönd þeirra. Gera þær aðsúg að slíkurn
friðarspillum, lrvort sem um er að ræða fuglvarg, menn eða skepn-
ur, og reyna að hrekja þá úr varpinu. Beita þær óspart hvössu og
beittu nefinu í þessu skyni. Enda þótt nrörg kríuvörp hér á landi
séu eflaust rnjög gömul, er þó ekki ótítt, að vörp líði undir lok og
til nýrra sé stofnað. Orsakir að þessu geta verið hinar margvísleg-
ustu, og skal ekki fjölyrt um það hér. Þó má geta þess, að skefjalaus
eggjataka mörg ár í röð getur leitt til þess, að krían færi sig um set,
yfirgefi gamla varplandið og stofni til nýs varps einhvers staðar í
grennd. Ýmsar aðrar orsakir geta og valdið eyðingu varpa, m. a.
breytingar á fiskgöngum og átugengd, breytingar á varplandinu
sjálfu o. s. frv.
Varpkjörlendi kríunnar getur verið ákaliega margbreytilegt, en
hún forðast þó jafnan staði, þar sem gróður er mikill. Þetta stafar af