Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 10
2
NÁTTÚ RU F RÆ ÐINGURINN
Ekki var æska hans í miklu frábrugðin lífi annars alþýðufólks á
þeim tíma. Efnin voru ekki mikil og hann varð fijótlega að fara
að vinna fyrir sér. Hann fór því snemma að stunda sjóinn, bæði
hjá föður sínum og öðrum skipstjórnarmönnum á Arnarfirði, enda
sagði hann oft að hann hefði ekki getað byrjað í skóla fyrr en
hann hefði dregið 5 þúsund þorska. Einasta skólaganga hans fyrir
vestan var tveggja ára nám hjá sr. Böðvari Bjarnasyni á Rafnseyri
og hjá honum fékk hann undirbúning fyrir lærdómsdeild Mennta-
skólans. Settist hann í fyrsta bekk stærðfræðideildar árið 1920, þá
22 ára gamall og lauk stúdentsprófi árið 1923. Sigldi hann til Kaup-
mannahafnar sama sumarið og lauk meistaraprófi í dýrafræði við
Kaupmannahafnarháskóla árið 1929.
Næstu tvö árin vann hann sem aðstoðarmaður hjá hinum heims-
kunna danska fiskifræðingi Dr. Johs. Schmidt á Carlsberg-rann-
sóknastofnuninni, en í ársbyrjun 1931 réðist hann sem fiskifræð-
ingur hjá Fiskifélagi íslands.
Gerðist hann brátt afkastamikill fræðimaður, bæði í ræðu og
riti. Þegar á fyrsta ári sínu hér heima stofnaði hann tímaritið Nátt-
úrufræðinginn ásamt Guðmundi G. Bárðarsyni jarðfræðingi og
skrifaði hann mikinn fjölda greina í ritið um hin ólíkustu efni.
Margir munu einnig minnast hinna fjölmörgu útvarpsfyrirlestra
hans frá þessum árurn, en frásagnargáfa hans var frábær. Á þessum
árum komu nokkrar alþýðlegar fræðibækur um náttúrufræði frá
hans hendi og minnist ég sérstaklega bókarinnar .,Aldahvörf í dýra-
ríkinu“, sem opnaði bæði mér og fjölmörgum öðrum algerlega
nýjan heim.
Skýrslur um fiskirannsóknir sínar skrifaði hann í Ársrit Fiskifé-
lags íslands á hverju ári fram til ársins 1937. ísland hafði nú loks-
ins eignast „heilan" fiskifræðing, en eins og kunnugt er varð dr.
Bjarni Sæmundsson einnig að sinna umfangsmiklum kennslustörf-
um mikinn hluta ævi sinnar.
Ekki hafði Árni aðgang að neinum rannsóknarskipum fyrstu ár-
in og byggði því rannsóknir sínar á gagnasöfnun í landi, aðallega í
helztu verstöðvunum; einnig fékk hann nokkuð af gögnum frá tog-
urum og naut þar oft hjálpar loftskeytamanna. Árið 1932 birti
hann fyrstu niðurstöður sínar um rannsóknir á þorski og síld, en
á árunum 1928—30 lét danski fiskifræðingurinn Dr. Taaning safna
gögnum um aldursdreifingu þorsks á vetrarvertíð og hafði Árni