Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 14
6
NÁTT Ú RU FRÆ ÐINGURINN
starfi tæpu ári áður en hann lézt. Það er ekki ofsögum sagt, að
Arni hafi aukið mjög starfsemi ráðsins, enda var hann þar öllunr
hnútum kunnugur og naut vináttu og virðingar allra, sem þar unnu
með honum, jafn starfsliðs, sérfræðinga sem og fulltrúa hinna ein-
stöku ríkisstjórna.
Þegar Árni tók við stjórn Alþjóðahafrannsóknaráðsins voru fisk-
veiðar Evrópumanna búnar að ná sér eftir lieimsstyrjöldina síðari
og áhrifa stóraukinnar sóknar var farið að gæta hjá ýmsum fisk-
stofnum. Margir voru farnir að verða uggandi um framtíð veiðanna
— og þá ekki sízt við íslendingar, enda fór að verða skammt stórra
högga á milli, er við færðnm fiskveiðilögsöguna út í 4 sjómílur
árið 1952 og 12 sjómílur sex árum síðar. Þótt Alþjóðahafrannsókna-
ráðið sé aðeins ráðgefandi stofnun um fiskvernd, urðu þó ýmiss
átök á fundum þess um niðurstöður rannsókna um áhrif veiðanna
á fiskstofnana, en þar kom Árni ætíð fram sem hinn sanni „diplo-
mat“ og þótt landar hans ættu stundum hlut að máli, efaðist enginn
um réttsýni hans og hlntlausar ákvarðanir. Starf ráðsins fór ört vax-
andi á þessum árum og jafnhliða því þekking manna á helztu fisk-
stofnunum í Norðuratlantshafi og með aukinni þekkingu skýrðust
ýmiss vandamál. Það gladdi Árna einnig, að Fiskideildin, sem hann
hafði lagt grundvöllinn að, jókst og dafnaði og íslenzkir vísinda-
menn gátu á alþjóðaráðstefnum komið frarn sem jafningjar erlendra
starfsbræðra sinna.
Veigamikið atriði í sambandi við starf Árna hjá Aljrjóðahaf-
rannsóknaráðinu var sá undirbúingur er hann vann að því að styrkja
aðstöðu Jress. Að baki ráðinu var enginn aljrjóðasamningur, heldur
mátti kalla Jretta frjáls samtök ])jóða. Af Jreim sökum varð t. d.
danska utanríkisráðuneytið að hafa milligöngu við ríkisstjórnir ein-
stakra landa, starfsmenn Jress höfðu ekki sömu réttindi og hjá öðr-
um aljrjóðastofnunum t. d. Sameinuðu þjóðunum o. fl. Nú hefur
verið gerður sérstakur samningur á milli þátttökuríkjanna og breyt-
ir það mjög til batnaðar allri starfsemi ráðsins og styrkir alla aðstöðu
þess. Hefur þar ræzt draumur Árna, en hann leit ætíð á Alþjóða-
hafrannsóknaráðið sem einn þýðingarmesta aðilann fyrir viðgangi
og viðhaldi fiskistofnanna í Norðuratlantshafi.
Árni Friðriksson var ákaflega víðförull maður og margs konar
sæmd hlaut hann fyrir störf sín, m. a. gerði Iláskóli íslands hann
að heiðursdoktor árið 1954. Áluigamál hans voru fleiri en fiskur,