Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 20
12
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
1960: (ásamt O. Aasen og Arne Revheim) New Implements for Fish Tagging.
J. clu Cons., Vol. 25, bls. 158.
1961: The Icelandic North Coast Herring in 1959. Ann. Biol., Vol. 16, bls. 163.
— Recent Trends in the Tribal Composition of tlie North-Coast Herring
of Iceland. I. C. E. S. Herring Symp., no. 35.
— Some Observations on Redfish in the Icelandic Area. Rapp. l’roc. Verb.,
Vol. 150, bls. 163.
1962: The Icelandic North Coast Herring in 1960. Ann. Biol., Vol. 17, bls. 161.
V. ÞÝÐINGAR:
1944: Arðrán fiskimiðanna, eftir E. S. Russell. Akranes.
1948: Er íslenzka Norðurlandssíldin söm norsku vorsíldinni? eftir Thorolv
Rasmussen. Nfr., 18. árg., bls. 145.
1950: Norsk-xslenzku síldarmerkingarnar. 1. skýrsla, eftir Árna Friðriksson og
O. Aasen. Rit Fiskicl., nr. 2.
Sigurður Pétursson:
KRÆKLINGURINN
Merkasti skelfiskur við ísland er kræklingurinn, eða krákuskelin.
Veldur þar hvort tveggja, að hann er algengasta skeldýrið úr hópi
samlokanna hér við land, og hann er sú skelfiskategund, sem rnest
er notað af til matar í Vestur-Evrópu.
Þær tegundir skelfiska, sem hagnýttar hafa verið hér á íslandi
eru: kræklingur Mytilus edulis, aða Modiola modiolus, kú-
fiskur Cyprina islandica og smyrslingur Mya truncata. Lifa
þær allar í sjó og tilheyra þeim flokki skeldýra, sem nefndur er
samlokur Lamellibrancia. Allar hal'a þessar tegundir fyrst og
fremst verið notaðar hér til beitu, og var skelfisktekjan þannig
undirstaða þorskveiðanna áður fyrr. Suðurnesjamenn sóttu alltaf
krækling til beitu í Hvalfjörð. Tóku þeir hann þar á stórstraums-
fjöru og geymdu hann svo í lónum í fjörunni heixna hjá sér, þar
sem hann hélzt lifandi þangað til að þurfti að nota hann. Krækl-
ingur til beitu var einnig tekinn í Akraósi á Mýrum og í mynni
Hvammsfjarðar. Sunnan Reýkjaness var einkum tekin aða til
beitu, en á Vestfjörðum kúfiskur.