Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 24
]f>
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
fyrir i%% má saltmagnið ekki fara til lengdar, þá er lífi kræklings-
ins hætta búin.
Kræklingurinn nálgast að vera það, sem kölluð er alæta. Hvers
konar fastar agnir, sem berast með sjónum inni í tálknaholið síast
þar frá og greinast að með hjálp bilháranna. Allt sem ætt er fer
gegnum munninn inn í magann. Eru þetta alls konar lífrænar
leyfar af þörungum, marhálmi o. fl. jurtum, sem vaxa í flæðarmál-
inu, en auk þess alls konar svif, bæði jurtasvif og dýrasvif. í frá-
rennsli borga og bæja eru og margs konar lífrænar leyfar, sem
kræklingurinn virðist þrífast vel af, því að á þeim stöðum, sem
þessa frárennslis gætir, vex hann ákaflega fljótt. Talið er, að eitt ein-
stakt dýr geti á 1 klst. síað allt að 3 lítrum af vatni, svo að augljóst
er, að mikil fæða getur borizt kræklingnum þar sem vatn er mjög
blandað úrgangsefnum eða mikið er af svifi.
Vöxtur dýrsins er misjafnlega hraður og kernur það fram á skelj-
unurn. Myndast eins og árhringar á skelinni, slétt belti misjafnlega
breið, þegar vöxtur er hraður og rnjóar grófar rákir á milli, þar sem
vöxturinn er hægfara. Vöxturinn er alltaf hægari vetur en sumar,
svo að oft má dálítið átta sig á aldri kræklingsins af stærstu beltunum
á skelinni. En þetta er hvergi nærri einhlítt. Á einu ári geta mynd-
ast mörg smá belti vegna breytilegra lífsskilyrða, snöggra breytinga
á hitastigi, saltmagni, fæðumagni o. s. frv. Verður því ekki fullyrt
um aldur dýrsins eftir beltunum á skelinni.
Kræklingurinn er einkynja, þ. e. hver einstaklingur er annað
Jivort karlkyns eða kvenkyns. Ekki verður kynið þó ráðið af skelj-
unum, heldur aðeins af kynfærunum. Eggjafjöldinn er geysimikill,
algengt er að finna 5—12 miiljónir eggja í einu dýri, en eggja-
fjöldinn getur komizt upp í 25 milljónir. Eggin frjóvgast í sjón-
um, stundum inni í tálknaholinu. Eftir frjóvgunina breytist eggið
í lirfu. Pegar lirfan er orðin 0,25—0,3 mm á lengd, sezt hún föst
og eru þá skeljarnar þegar byrjaðar að vaxa. Lirfurnar sitja oft
mjög þétt, svo að engir möguleikar eru fyrir alla einstaklingana í
breiðunni að fá nægilegt rúm þegar þeir vaxa. Aðeins lítill hluti
nær fullum þroska, nema Jrar sem mannshöndin kernur til hjálpar
og grisjar breiðuna. Á Jress konar aðgerð byggist ræktun kræklings-
ins, eins og síðar verður að vikið. Gotið fer fram að vorinu og fyrri
hluta sumars, aðallega í maí til júlí, mismunandi eftir kringum-