Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 24

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 24
]f> NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN fyrir i%% má saltmagnið ekki fara til lengdar, þá er lífi kræklings- ins hætta búin. Kræklingurinn nálgast að vera það, sem kölluð er alæta. Hvers konar fastar agnir, sem berast með sjónum inni í tálknaholið síast þar frá og greinast að með hjálp bilháranna. Allt sem ætt er fer gegnum munninn inn í magann. Eru þetta alls konar lífrænar leyfar af þörungum, marhálmi o. fl. jurtum, sem vaxa í flæðarmál- inu, en auk þess alls konar svif, bæði jurtasvif og dýrasvif. í frá- rennsli borga og bæja eru og margs konar lífrænar leyfar, sem kræklingurinn virðist þrífast vel af, því að á þeim stöðum, sem þessa frárennslis gætir, vex hann ákaflega fljótt. Talið er, að eitt ein- stakt dýr geti á 1 klst. síað allt að 3 lítrum af vatni, svo að augljóst er, að mikil fæða getur borizt kræklingnum þar sem vatn er mjög blandað úrgangsefnum eða mikið er af svifi. Vöxtur dýrsins er misjafnlega hraður og kernur það fram á skelj- unurn. Myndast eins og árhringar á skelinni, slétt belti misjafnlega breið, þegar vöxtur er hraður og rnjóar grófar rákir á milli, þar sem vöxturinn er hægfara. Vöxturinn er alltaf hægari vetur en sumar, svo að oft má dálítið átta sig á aldri kræklingsins af stærstu beltunum á skelinni. En þetta er hvergi nærri einhlítt. Á einu ári geta mynd- ast mörg smá belti vegna breytilegra lífsskilyrða, snöggra breytinga á hitastigi, saltmagni, fæðumagni o. s. frv. Verður því ekki fullyrt um aldur dýrsins eftir beltunum á skelinni. Kræklingurinn er einkynja, þ. e. hver einstaklingur er annað Jivort karlkyns eða kvenkyns. Ekki verður kynið þó ráðið af skelj- unum, heldur aðeins af kynfærunum. Eggjafjöldinn er geysimikill, algengt er að finna 5—12 miiljónir eggja í einu dýri, en eggja- fjöldinn getur komizt upp í 25 milljónir. Eggin frjóvgast í sjón- um, stundum inni í tálknaholinu. Eftir frjóvgunina breytist eggið í lirfu. Pegar lirfan er orðin 0,25—0,3 mm á lengd, sezt hún föst og eru þá skeljarnar þegar byrjaðar að vaxa. Lirfurnar sitja oft mjög þétt, svo að engir möguleikar eru fyrir alla einstaklingana í breiðunni að fá nægilegt rúm þegar þeir vaxa. Aðeins lítill hluti nær fullum þroska, nema Jrar sem mannshöndin kernur til hjálpar og grisjar breiðuna. Á Jress konar aðgerð byggist ræktun kræklings- ins, eins og síðar verður að vikið. Gotið fer fram að vorinu og fyrri hluta sumars, aðallega í maí til júlí, mismunandi eftir kringum-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.