Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 30
22
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
5. júlí 0. Við Bergen masldist sama ár í kræklingi 200 me þ. 14. júní
og á einurn stað rétt við Þrándheim 2.400 me þ. 24. júní. Skoruþör-
ungurinn G. tamarensis var alls staðar talinn orsökin. Skelfiskeitrun
kom fyrir í Skotlandi árið 1960 og var hún sett í samband við
G. tamarensis.
í Hollandi hefur aldrei orðið vart eitrunar af völdum kræklings,
og framleiða þeir þó mikið af honum. Getur það m. a. verið því
að þakka, að þar er kræklingur aldrei tekinn upp í „r-lausum"
mánuðum, þ. e. ekki frá maí—ágúst.
Skoruþörungurinn Gonyaulax tamarensis hefur þegar fundizt
við alla austurströnd Norður-Ameríku, við vesturströnd Evrópu frá
Noregi til Portúgals og við Bretlandseyjar. Þess má þó geta, að við
samanburð á G. tamarensis, úr nágrenni Plymouth á Englandi og
úr Bay of Fundy frá Kanada hefur komið i Ijós, að sá enski mynd-
aði ekkert eitur, en sá kanadíski aftur á móti mjög mikið. Má
því ætla að til séu afbrigði af G. tamarensis, sem ekki mynda eitur.
En víkjum nú aftur að Islandi. Hér mun finnast kræklingur
kringum allt land, nema við suðurströndina, en um magn hans á
hverjum stað er lítið vitað.
Sumarið 1962 rannsakaði ég lítið eitt kræklinginn í Hvalfirði,
s. s. stærð hans og fiskmagn á mismunandi aldri og árstíðiun.
Smár kræklingur gaf yfirleitt bezta útkomu, 26—33% af fiski. Stærri
og eldri aftur á móti 22—24%. Stærstu skeljarnar voru 8—8.5 cm
á lengd. Athuganirnar stóðu yfir frá apríl til október. ETrðu litlar
breytingar á fiskmagninu þann tíma. Eftir því sem næst varð kom-
izt mun 1 árs kræklingur í Hvalfirði vera allt að 2 cm á lengd, en
vaxa síðan um ca. 1 cm á ári. Er það hægfara vöxtur eftir því sem
gerist víða erlendis, enda er hitastigið þai'na lægra. Frá 3°C í lok
apríl upp í 12.5°C í byrjun ágúst og 5°C í lok október.
Gerðar voru samtímis rannsóknir á svifinu. Kísilþörungahámark
varð í byrjun júní og hámark skoruþörunga í síðari hluta júní.
Skoruþörungar af ættinni Gonyaulax fundust ekki.
Og hvað svo um nytjun kræklingsins á íslandi í framtíðinni?
Hér er vafalaust mikið af kræklingi, en aðstaða til að taka hann
upp er mjög misjöfn. Verður upptaka kræklings sýnilega erfiðasta
viðfangsefnið og kostnaðarsamasti hluti vinnslunnar. Fiskmagn og
efnasamsetning ungs kræklings er hér sambærileg við það sem bezt
gerist erlendis, en á miðunum er mikið af gömlum kræklingi,