Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 31
N A T 'I' Ú R U F RÆ ÐIN G U RI N N
23
sem er verri. Þetta breytist til batnaðar, þegar farið verður að
grisja kræklinginn. Skilyrði til ræktunar virðast hér ekki góð vegna
sjógangs. Mundi þurfa mjög sterkar girðingar eða trausta og ramrn-
lega festa fleka til þess að standast öldurótið.
Enda þótt sjávarhiti hér við land verði aldrei mikill, þá getur
hann þó undir vissum kringumstæðum vafalaust orðið eins hár og
hann mældist í Bay of Fundy 1961. Það er vel hugsanlegt að eftir
nokkurra daga logn og sólskin að sumri til geti sjór hér innfjarða
hitnað svo mikið, að Gonyaulax-tegundir gætu komizt í blóma, ef
þær á annað borð væru til á staðnum. Um Gonyaulax-tegundir hér
við land er ennþá ekki nóg vitað.
Það sem næst liggur hér fyrir að rannsaka er því tvennt: í fyrsta
lagi útbreiðslu og magn kræklingsins hér við land og aðstöðu til
upptöku. I öðru lagi útbreiðslu og magn Gonyaulax-tegunda við
landið, hvort urn eitraðar tegundir er að ræða og hvort þær geti
komizt í blóma.
HEIMILDARRIT
BaircL, li. H. 1966. Factors affecting the growtli ancl condition of Mussel (M.
edulis L). Fishery Investigations II—XXV—2, London.
liessie, K. E., Mossop, M. A. 1921. A Study of the Sea Mussel (Mytilus edulis L.).
Contr. Canadian Biology, Toronto.
Bjerkan, Paul 1910. Om Blaskjæl og Bláskjælavl. Norsk Fiskeritidende, 29. Árg.
s. 383 og 419.
Böhle, Björn 1965. Undersökelse av bláskjell i Oslofjorden. Fiskets Gang, 51.
Árg. s. 388.
Farrell, li. C. O. 1962. Mussel Farming at Portmadoc. World Fishing, Vol. 11,
no. 5, p. 29.
Havinga, B. 1929. Krebse und Weichtiere. Handbuch der Seefischerei Nord-
europas, Band III, Heft 2. S. 76—105.
Oftebro T., Böhle, B. 1965. Undersökelser av mytilotoksin i bláskjell. Fiskets
Gang, 51. Árg., s. 152.
Prakash, A. 1963. Source of Paralytic Shellfish Toxin in the Bay of Funcly.
Journal of Fish. Res. Board, Canada, 20—4.
Sigurður Pétursson 1962. Skelfisktekja og skelfiskeitrun. Ægir, 55. árg., bls. 85.
— 1963. Kræklingurinn í Hvalfirði. Ægir, 56. árg., bls. 201.
— 1963. Plöntusvif á skelfiskmiðum. Náttúrufræðingurinn, 33. árg., bls. 84.
FAO Yearbook 1964.
Fishery Resourches of the United Stales. Lelter of the Secretary of the lnterior.
Washington 1945, p. 96.