Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 32
24
N ÁT TÚRUFRÆÐINGURINN
Ingólfur Davíðsson:
íslenzk blóm í Alpafjöllum
3. ágúst 1967 átti ég leið um Bieberhöheskarð í Alpafjöllum 2039
m yíir sjó. Stanzaði ofurlitla stund og undraðist hve margar ís-
lenzkar jurtategundir uxu þarna uppi á holtum, melum og nrýrar-
blettum, ofan við skógana. Nokkrir lágvaxnir einirunnar sáust
á stangli og fjallafura, sem skreið við jörð. Flög voru víða og
berar urðir, og snjóskaflar í lautum og giljum skammt frá bíl-
veginum. Kýr og geitur gengu á beit, skammt frá tveimur stórunr
fjallahótelum, sem stóðu á hæð, rétt hjá vatni, efst í skarðinu. Um-
lrverfis hótelin vaxa ýnrsir jurtaslæðingar, sunrt sönru tegundir og
oft berast til íslands með grasfræi, hænsnafóðri o. fl. varningi, (t. d.
bókhveiti, vafsúra, akurkál, mustarður o. fl.). „íslenzkar“ og erlend-
ar tegundir vaxa hverjar innan um aðra í skarðinu í Öræfajökuls-
hæð og er þarna furðu fjölbreyttur gróður. Fagra alparós sá ég
í blómi rétt við veginn. Mikið ber á eins konar dvergfíflum,
mjög svipuðum og auðsjáanlega náskyklum fagurfíflum Bellis, sem
hér sjást í görðum og grasflötum. Blómfagrir þistlar, sem stinga
illilega og eru sumir nær stöngullausir, vaxa á víð og dreif. Þarna
vex líka blár Aster, murutegundir o. fl o. fl. Engar blómjurtir vaxa
í svo mikilli hæð á íslandi, enda liggur skarðið all miklu sunnar
á hnettinum, og hitinn verður þar líklega mun meiri á björtum
sumardögum. Uppi í háfjöllum er hitamunurinn móti sól og í
skugga ótrúlega mikill og sama gildir um snjóalög og vaxtartíma
jurtanna. Sumarnætur eru oft kaldar uppi í fjöllum og frostnætur
koma oft haust og vor. — Sumu fjallajurtafræi er nauðsyn að
lenda í frosti um skeið til að geta spírað að vorinu. Sumarið er
stutt, 2—4 mánuðir eftir legu landsins — þarna hátt í Alpafjöllum
og vor eiginlega ekkert, heldur tekur sumarið við af vetrinum. Á
góðviðrisdögum er mjög mikil sólarbirta í fjöllunum og sérlega
mikið um útfjólubláa geisla. Þá vaxa jurtir mjög ört. Flestar há-
fjallajurtir eru lágvaxnar, skríða jafnvel við jörð í skjóli steina.