Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 32

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 32
24 N ÁT TÚRUFRÆÐINGURINN Ingólfur Davíðsson: íslenzk blóm í Alpafjöllum 3. ágúst 1967 átti ég leið um Bieberhöheskarð í Alpafjöllum 2039 m yíir sjó. Stanzaði ofurlitla stund og undraðist hve margar ís- lenzkar jurtategundir uxu þarna uppi á holtum, melum og nrýrar- blettum, ofan við skógana. Nokkrir lágvaxnir einirunnar sáust á stangli og fjallafura, sem skreið við jörð. Flög voru víða og berar urðir, og snjóskaflar í lautum og giljum skammt frá bíl- veginum. Kýr og geitur gengu á beit, skammt frá tveimur stórunr fjallahótelum, sem stóðu á hæð, rétt hjá vatni, efst í skarðinu. Um- lrverfis hótelin vaxa ýnrsir jurtaslæðingar, sunrt sönru tegundir og oft berast til íslands með grasfræi, hænsnafóðri o. fl. varningi, (t. d. bókhveiti, vafsúra, akurkál, mustarður o. fl.). „íslenzkar“ og erlend- ar tegundir vaxa hverjar innan um aðra í skarðinu í Öræfajökuls- hæð og er þarna furðu fjölbreyttur gróður. Fagra alparós sá ég í blómi rétt við veginn. Mikið ber á eins konar dvergfíflum, mjög svipuðum og auðsjáanlega náskyklum fagurfíflum Bellis, sem hér sjást í görðum og grasflötum. Blómfagrir þistlar, sem stinga illilega og eru sumir nær stöngullausir, vaxa á víð og dreif. Þarna vex líka blár Aster, murutegundir o. fl o. fl. Engar blómjurtir vaxa í svo mikilli hæð á íslandi, enda liggur skarðið all miklu sunnar á hnettinum, og hitinn verður þar líklega mun meiri á björtum sumardögum. Uppi í háfjöllum er hitamunurinn móti sól og í skugga ótrúlega mikill og sama gildir um snjóalög og vaxtartíma jurtanna. Sumarnætur eru oft kaldar uppi í fjöllum og frostnætur koma oft haust og vor. — Sumu fjallajurtafræi er nauðsyn að lenda í frosti um skeið til að geta spírað að vorinu. Sumarið er stutt, 2—4 mánuðir eftir legu landsins — þarna hátt í Alpafjöllum og vor eiginlega ekkert, heldur tekur sumarið við af vetrinum. Á góðviðrisdögum er mjög mikil sólarbirta í fjöllunum og sérlega mikið um útfjólubláa geisla. Þá vaxa jurtir mjög ört. Flestar há- fjallajurtir eru lágvaxnar, skríða jafnvel við jörð í skjóli steina.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.