Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGU RI NN
31
Þorvaldur Thoroddsen kannaði Lakagíga og Skaftáreldahraun í
efra dagana 3.—10. ágúst 1893. Kom hann fyrstur manna að upp-
tökum Skaftár og kannaði einnig fjallið Laka. ítarlegustu lýsingar
hans á eldstöðvunum er að finna í Andvara 1894 og Geografisk
Tidsskrift sama ár, þriðja bindi Ferðabókar, bls. 155—170 og í Die
Geschichte der isldndischen Vulkane.
Á lyrsta áratug 20. aldarinnar kánna tveir kunnir þýzkir eldl jalla-
fræðingar Lakagíga. Karl Sapper dvaldi þar dagana 10.—12. ágúst
1906 og kannaði einkum sjálfan I.aka og nokkuð af gígaröðinni út
frá honum bæði til suðvesturs og norðausturs. Þótt hann væri
fremur óheppinn með veður er kort hans í mælikvarðanum 1:12 500
furðu nákvæmt og það bezta, sem enn er til af þessum hluta Laka-
gíga, og lýsing hans á þessu svæði er einnig fróðleg, en hún birtist
ásamt kortinu í ritgerðinni: tíber einige islandische Vulkanspalten
und Vulkanreihen (sjá ritskrá) 1908. Mun minna er að græða á
lýsingu þeirri er landi hans, Hans Reck, birti í ritinu Islandische
Masseneruptionen 1910 (bls. 60—93), en Reck fór til Lakagíga
um miðjan júlí 1908 ásamt Inu von Grumbkow, kærustu von Kne-
bels, þess er drukknaði í Oskjuvatni árinu áður.
Síðan hefur fátt birzt um Lakagíga utan eldfjallarits Thorodd-
sens, er aukið hafi þekkingu okkar á þeim, nema þau kort, sem gef-
in hafa verið út: Herforingjaráðskortin í mælikvarðanum 1:50000
af Skaftáreldahraunum í byggð eru frá árinu 1905 og byggð á mæl-
ingum frá 1904 og mun Þorv. Thoroddsen að líkindum hafa stuðst
við þau, er hann reiknaði út flatarmál hraunanna, sem heita má
alveg rétt í eldl jallariti hans. En kcntin af eldstöðvunum og hraun-
unum á afrétti í mælikvarða 1:100 000 komu út 1944 og eru byggð
á flugmyndum frá 1937 og 1938. Nokkru nákvæmari um hæðar-
línur eru amerísku kortin í mælikvarðanum 1:50000, byggð á flug-
myndum frá 1945 og 1946. All nákvæmt kort af útbreiðslu Skaftár-
eldahraunanna er jarðfræðikort Guðmundar Kjartanssonar í mæli-
kvarðanum 1:250 000, en hann hefur bætt um eldri kort með eigin
athugunum. M. a. skoðaði hann alla Lakagígaröðina í ágúst 1956.
Það kort, sem lrér er birt, er að mestu leyti hið sama og Guðmund-
ar, þótt nokkrar leiðréttingar hafi verið gerðar, einkum með hjálp
flugmynda, en sjálfur hef ég aðeins dvalizt tvo daga við Lakagíga
í byrjun september 1967 og á ég nokkrum vinum úr Jöklarann-
sóknafélagi Islands það að þakka, að ég komst í þá ánægjulegu för.