Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 53
NÁTTÚRU FRÆÐIN G U RI N N
43
Höfuð þrútnaði fram úr lagi, kom svo máttleysi í kjálkana, svo
þeir gátu ei bitið gras nje jetið, því það þeir gátu tuggið, datt út
úr þeim aptur. Inníflin urðu morkin, beinin visnuðu aldeilis merg-
laus. Nokkrir lifðu af með því móti, að þeir voru í tíma hankaðir
í höfuðið allt um kring og aptur fyrir bóga. Sauðfje varð enn
hörmulegar útleikið: á því var varla sá limur, að ekki hnýtti, sjer-
deilis kjálkar, svo hnútarnir fóru út úr skinninu við bein, bringu-
teinarnir, mjaðmir og fótleggir, þar uxu á stór beinæxli, sem
sveigðu leggina, eða þau urðu á víxl á þeim. Bein og hnútur svo
meir sem brudd væru. Lúngu, lil'ur og hjarta hjá sumu þrútið,
sumu visin; inníflin morkin og meyr með sandi og ormum; hold-
tóran fór eptir þessu. Það, sem kjöt átti að heita, var bæði lyktar-
slæmt og rammt með mikilli ólyfjan, livar fyrir þess át varð margri
manneskju að bana; reyndu þó menn til að verka það, hreinsa og
salta það, sem kunnátta og efni voru ti!. Nautpeningur varð sömu
plágu undirorpinn: á hann kom stórar hnýtingar á kjálkum og
viðbeinum, sumir fótleggir klofnuðu í sundur, sumir hnýttu á
víxl með greiparspenningar stórum hnútum. Svo var um mjaðmir
og önnur liðamót, þau bríxluðu og hlupu svo saman, og varð svo á
engin svikkan. Róan datt af með halanum, stundum hálf, stundum
minna. Klaufirnar leystu fram af, sumar duttu sundur í miðju
(þar formerktist fyrst pestin, ef skepnan fjekk fótaverk). Rifin
bríxluðu eptir endilangri síðunni, duttu svo í miðju sundur, þá
ei þoldu þunga skepnunnar, þá hún hlaut að liggja á Idiðarnar.
Engin hnúta var svo hörð, að ei mætti auðveldlega upptálga. Hár-
ið af skinninu datt af með blettum, innvortis partar voru meyrir
sem segir um sauðfje, og í margan máta afskaplegir. Fáeinum kúm,
sem ei voru ofurbæklaðar, varð það til lífs, að ofan í þær var aptur
hellt mjólkinni, sem úr þeim var toguð. Hjer við var eitt eptir-
tektarvert, að kálfar, sem bornir voru í þessari ótíð, voru með
bezta merg í beinum, en litlu frauði, þó mæðurnar væru með
horkúg í hverju beini. Þeir menn, sem ei höfðu nóg af gömlum
og heilnæmum mat pestartíð þessa til enda, liðu og stórar harm-
kvælingar, á þeirra bringuteina, rif, handarbök, ristar, fótleggi og
liðamót komu þrimlar, hnútar og bris. Líkaminn þrútnaði upp,
gómur og tannhold bólgnaði og sundursprakk með kvalræðisverkj-
um og tannpínu. Sinar krepptust sjerdeilis í hnjesbótum, hvert sjúk-
dómstilfelli kallast scorbutus, skyr- eða vatnsbjúgur á hæstu tröpp-