Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 74
60
NÁTTÚ RUFRÆÐIN GU RIN N
Þrúðarskel (úr G. O. Sars).
ÞRÚÐARSKEL (Limopsis minuta Phil.)
Tegund þessi er jafntönnungur og telst til Birðuættarinnar
Archiclae.1) Skeljarnar eru traustar, nieð ljósbrúnu hýði, skakk-
kringlulaga, eilítið lengri en þær eru háar, og mynda framendi,
kviðrönd og afturendi óslitna boglínu. Nefið miðstætt, lítið áber-
andi. Bakröndin stutt, lárétt, með 5—7 framtönnum og jafnmörg-
um afturtönnum. Yfirborð skeljanna með ííngerðum lengdarrák-
um og smásæjum þverrákum, geislahært, og eru Jiárin grófgerð,
brún að lit. Skelrendur greinilega hnúðtenntar. Lengd allt að 12,5
mm.
Þegar önnur útgáfa af skeldýrafánu íslands kom út 1964, hafði
þrúðarskelin ekki fundizt grynnra hér við land en á 557 metra dýpi
og var því ekki tekin með í bókina sem íslenzkur borgari. En nú
hafa á þessu og s.l. ári náðst 4 lifandi eintök tegundarinnar tir
ýsugörnum. Var ýsan veidd á 100—200 metra dýpi undan Rifi á
Snæfellsnesi, svo að ég tel það engum vafa bundið, að skelin lifi
nú hér við land innan við 400 metra dýptarlínu.
Þrúðarskelin er útbreidd allt frá Svalbarða og Norður-Noregi og
suður á bóginn svo langt sem að suðurodda Afríku. Finnst einnig
við austurströnd Norður-Ameríku, norðan frá Nýfundnalandi og
suður í Mexíkóflóa. Venjulega heldur tegundin sig á allmiklu
dýpi. Er dýptarsvið hennar allt frá 125 m og niður á 4000 metra.
1) Stöku sinnum talin til sérstakrar ættar: Limopsidae.