Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 83
NÁTT Ú R U F RÆ ÐJNGURINN
69
Aðrar niðurstöður útreikninganna fyrir 12 stunda sjávarföllin eru
sýndar í eftirfarandi töflu.
liálfur liálfur
langás stuttás meðalstraumur
Dýjji cm / sek cm / sek V cm/sek stefna
20 m 9.7 0.6 325° 8.7 350°
50 m 9.7 3.3 315° 5.8 334°
Niðurstöður útreikninganna eru sýndar á 3. mynd, sem skýrir
glöggt hina einstöku þætti í töflunni. Athugunarstaðurinn er upp-
hafspunktur hnitakerfisins (koordinatakerfisins). Örin úr upphafs-
punkti sýnir styrkleika og stefnu meðalstraumsins, en sporbaugurinn
(ellipsan) er ferill sá, sem sjávarfallavektorinn leikur um í einni
urnferð, þ. e. 12 stundum. Langás er mesta fjarlægð tveggja punkta
á sporbaugnum, en stuttás sú stytzta, og er hornið v, sem langásinn
myndar við N-stefnuna, mælt réttsælis. Að heildarstraumnum standa
jrví tveir straumvektorar. Annar er meðalstraumurinn, sem er stöð-
ugur, hinn er fallstraumurinn, sem breytist kerfisbundið, þ. e. fer
eina umferð á ferlinum á 12 stundum. Á 4. mynd sést til saman-
burðar við 3. mynd raunverulega mældur straumur fyrstu 18 stund-
irnar (íslenzkur sumartími), sem athugunin fór fram.
Skal nú fyrst rætt nánar um fallstraumana. Fallstraumurinn er
mestur langsum í Kambsleiru eða um 10 cm/sek. Sé hann borinn
saman við l'lóð í Reykjavík og á Akranesi kemur í ljós, að fallstraum-
urinn er mestur um það bil 1—2 stundum eftir að liáflóð eða fjara
var á þessurn stöðum. Niðurstöður þessar eru því að nokkru lrá-
brugðnar niðurstöðum danskra vísindamanna 1924, sem fyrr eru
nefndar. Við ísland hreyfist sjávarfallabylgjan réttsælis umhverfis
landið, og fer þá aðfallsstraumurinn í sörnu átt, en útfallsstraumur-
inn í öfuga átt, þ. e. rangsælis. Venja er, að flóðbylgjan í úthafinu
sé svonefnd framskreið bylgja, en vegna áhrila lands endurvarpast
bylgjan, og úr verður svonefnd staðbylgja. Við strendur og inni á
fjörum verða þá fallaskipti og straumur minnstur samtímis flóði
og fjöru, sem eru eiginleikar staðbylgju. Úti á rúmsjó fá sjávar-
fallabylgjur aftur að jafnaði eiginleika framskreiðrar bylgju, sem
hefur mestan straumhraða á flóði og fjöru. Straumurinn í
Kambsleiru hlýðir hvorugri reglunni. í raun réttri er um að ræða
margar staðbylgjur, sem eiga uppruna sinn í höfunum umhverfis