Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 88
74
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
flóa voru gerðar. Dagana 10.—II. ágúst var vindur austlægur, frá
1 upp í 6 viudstig og sjór 1 til 4 stig. Á hádegi þann 11. ágúst
gerði hægviðri, sem hélzt til loka straummælinganna að kvöldi 13.
ágúst, með spegilsléttum sjó.
IV Lokaorð
Beinum straummælingum mun verða haldið áfram á vegum
Hafrannsóknastofnunarinnar, jafnt í Faxaflóa sem víðar við strend-
ur landsins. Auk straummælis jress, sem hér var lýst, á Hafrann-
sóknastofnunin nú sjálfritandi straummæla, sem vinna verður með
frá skipi við festar. Væntanlega verður þess ekki langt að bíða, að
hafnar verði mælingar með sjálfritandi mælum, festum við dufl
á hafi úti, sem senda gögnin til lands með loftskeyti. Vafalaust
eru slík dufl með ýmiss konar mælitækjum mjög nytsamleg á fiski-
miðum við landið, t. d. á síldveiðimiðunum austanlands. Þannig má
gera athuganir á hitastigi og seltu sjávar, straumum, súrefni og
öðrum haffræðilegum atriðum, og einnig er unnt að gera veður-
athuganir á þennan hátt. Mælingar þær, sem sjómenn sjálfir gera,
t. d. lofthita, loftþrýstingi, sjávarhita o. fk, ætti að efla svo, að þær
verði gerðar á öllum þorra fiskiskipa. Að lokum skal geta um mæl-
ingar á yfirborðshita sjávar með geislunarmælingum úr flugvél.
Þær eru handhægar og ná til stórra svæða á skömmum tíma. Allar
þessar athuganir skal svo senda til einhverrar miðstöðvar í landi,
sem dregur þær saman og sendir þær loks aftur til flotans. Heppi-
legasta móttökutæki fyrir skipin er sennilega svonefndur kortariti
(facimile), sem prentar uppdrætti með upplýsingum fyrir svæðið
í heild og haga aðgerðum eftir því. Söfnun gagna á þennan hátt
hefur skjótt hagnýtt gildi í för með sér, og um leið fást mikil
gögn til vísindalegra úrlausna, sem síðan geta aukið liið hagnýta
gildi mælinganna og túlkun þeirra.
HEIMILDAIUT - REFERENCES
(1) GadéjHerman G.,Sverid-Aage Malmberg, Unnsleinn Stefánsson 1965. Report
on the joint Icelandic-Norwegian Expedition to the Area between Iceland
and Greenland 1963. Preliminary Results — Nato Subcomm. on Oc. Res. —
Technical Report No. 22. — Bergen.
(2) Jacobsen, J. P., Aage I. C.Jensen 1926. Examination of Hydrographical Mea-